Fuglahundadeild mynd 2
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 6809612

Fréttir


Dómarakynning

3.8.2011
Stækka mynd
Jan Rune Sunde

Jan Rune Sunde er 53 ára og búsettur í Bergen.  Hann er giftur Lisbeth og eiga þau eina 9 ára dóttir June að nafni.  Hann starfar sem ráðgjafi hjá norska póstinum.

Jan Rune byrjaði að veiða 1980 með hundum og veiðir mikið að eigin sögn, mest fugla en einnig  hirti og á hann í dag tvo enska seta, annar er í Unghundaflokk og hinn í Opnum flokk.  Áður hefur hann átt Breton og pointer Besti árangur hans er 1. sæti í Keppnisflokki, lokaumferð (1.VK. finale)  Hann hefur verið dómari í yfir áratug og hefur dæmt töluvert m.a. finale í NM skog og höyfjell en höyfjell er eins og okkar próf.

Hann er virkur sem prófstjóri og hefur setið í nokkur ár í stjórn Vestlandets fuglehundklubb auk þess að hafa setið í stjórn Fuglehundklubbenes Forbund (FKK)sem eru regnhlífasamtök veiðihundaklúbbanna í Noregi

Jan Rune mun dæma í Áfangafellsprófinu 2011 ásamt Anders Eide Hetlevik