Fuglahundadeild mynd 6
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7152352

Fréttir


Dómarakynning fyrir Áfangafellspróf FHD

11.9.2017
Stækka mynd
Nú styttist í Áfangafellspróf Fuglahundadeildar sem fram fer dagana 22. - 24. september en skráningarfrest lýkur miðvikudaginn 13. september. 

Norðmennirnir Paal Aasberg og Per Tufte munu dæma prófið ásamt Svafari Ragnarssyni.

Dómarakynning:

Per Tufte sem kemur til með að dæma í Áfangafellsprófi Fuglahundadeildar er 50 ára, fæddur og uppalinn í Larvik í Noregi en býr nú í Nøtterøy við Tønsberg ásamt maka sínum. Hann starfar sem verkfræðingur hjá Vestfold Plastiðnaðarfyrirtækinu AS og á tvö börn á aldrinum 13 og 24 ára. Dóttir hans sem er 24 ára vinnur og býr í Osló en sá yngri er í grunnskóla og býr heima.
Per hóf fyrst veiðar á rjúpu og skógfugli árið 1981 ásamt föður sínum og eldri bróðir og hefur stundað þær síðan. Hann ólst upp með enskum setum eða allt frá árinu 1972 þegar sá fysti kom inn á heimilið. Hann eignaðist svo sjálfur sinn fyrsta enska seta árið 1985 og hefur síðan þá átt bæði enska og írska seta.
Hann hefur verið virkur í fuglahundasamfélaginu frá árinu 1997 og gengt hinum ýmsu nefndarstörfum við Vestfold Fuglehundklubb. Þá hefur hann hefur meðal annars setið í dómararáðinu síðustu árin. Dómararéttindin öðlaðist Per árið 2009 og dæmir allar gerðir fuglahundaprófa. Hans áhersla er á láglendispróf en dæmir einnig töluvert af skógarprófum og heiðaprófum.
Per hlaut þann heiður að fá að dæma NM-undanúrslit (Norsk mesterskap semi-finale) á láglendisprófum í tvö skipti ásamt NM-undanúrslitum í skógarprófi í eitt skipti.
Per á eins og er einn enskan seta hefur fengið tvisvar sinnum aðra einkunn í unghundaflokki.

Paal Aasberg sem kemur einnig til með að dæma í Áfangafellsprófi FHD er 55 ára og býr í Larkvik í Vestfold ásamt kærustu sinni,  fæddur og uppalinn rétt fyrir utan Osló en hefur búið í Larvik síðan 1986. Hann á tvo uppkomna syni 25 og 27 ára.
Paal byrjaði að veiða 14 ára að aldri með byssu sem hann keypti fyrir fermingarpeningana sína. Enginn í fjölskyldu hans stundaði veiðar og er hann því ekki fæddur inn í þetta en hans fyrsta veiði voru héraveiðar með vini föður hans. Héraveiðar eru fremur rólegar og hann sem ungur maður hafði ekki þolinmæðina fyrir þær og fann því út að fuglaveiðar ættu betur við hann. Paal hefur stundað veiðar á skógfugli (þiður og orri) og rjúpu frá uþb. 17 ára aldri. Til að byrja með stundaði hann mest rjúpnaveiðar á fjalli en síðustu ár hefur hann veitt meira í skógi.
Paal hefur verið virkur í fuglahundasamfélaginu síðan hann lauk námi árið 1986. Í lok 1980 hóf hann að starfa fyrir staðarráð NVK og frá því upp úr 1990 hefur hann gengt fjölbreyttu starfi fyrir ráðið. Þá hefur hann sömuleiðis um árabil gengt hinum ýmsu stjórnunarstöðum fyrir Vestfold fuglehundklubb, þar með talið stöðu formanns klúbbsins sem er þriðji stærsti fuglahundaklúbbur Noregs en er í minnsta fylki Noregs.
Í kringum Larvik eru góð svæði til æfinga á fuglahundum og þá helst á fasana og rapphænur.
Paal hefur verið dómari frá árinu 2005 og dæmir allar gerðir veiðiprófa sem eru í Noregi, það er heiðapróf á rjúpu að hausti og vetri, skógfuglspróf á orra og þiður og láglendispróf á fasana og rapphænur.
Hann hlaut þann heiður að fá að dæma NM liðakeppnina í tvígang og NM lokaúrslit (finale) í skógi árið 2013. Paal hefur átt marga strýhærða hunda í gegnum árin ásamt írskum seta áður.
Í dag á hann 6 ára strýhærða tík sem tekur ekki þátt í veiðiprófum en er góður fjölskylduhundur og hans sanni veiðifélagi.