Fuglahundadeild mynd 13
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 3988208

Fréttir


Stórhundadagar í Garðheimum 14 - 15 okt

27.9.2017
Stækka mynd
Helgina 14. og 15. október standa Garðheimar fyrir stórhundadögum þar sem deildum HRFÍ gefst kostur á að kynna deildina og þær tegundir sem innan hennar eru.  FHD hyggst taka þátt og vera með bás.  Við leitum því til ykkar ágætu deildarmeðlimir til að standa vaktina í ca klst um þá helgi í básnum, svara spurningum um deildina og tegundina ykkar og leyfa fólki að skoða hundana.  Þetta er frábært tækifæri til umhverfisþjálfunar fyrir hunda og alltaf gaman að spjalla við fólk um hunda !  Básarnir verða opnir fyrir almenningi frá kl. 13:00 - 17:00 báða dagana og við biðjum ykkur að athuga hvort og hvenær þið gætuð verið við í básnum.  Endilega sendið okkur línu á fuglahundadeildfhd@gmail.com eða meldið ykkur inn á fb.