Fuglahundadeild mynd 15
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 3988218

Fréttir


Sjálfboðaliðar óskast - aðstoð við hundasýningu

9.1.2018
Stækka mynd
Að þessu sinni mun Fuglahundadeild taka þátt í að manna Norðurljósasýningu HRFÍ 2.-4. mars, 2018.
 
Okkur vantar a.m.k. 3 aðila í uppsetningu teppa, 5 aðila í að setja upp sýninguna, tvo aðila vantar í miðasölu og tvo í dyravörslu, auk þess tvo aðila til að halda gólfi þrifarlegu og að lokum tvo aðila til að taka niður sýninguna.  Þetta er áhugavert tækifæri til að kynna sér starfsemi hundasýninganna okkar. 

Best færi á því að sem flestar tegundir innan FHD tækju þátt og skiptu dögunum með sér. 

Vinsamlegast látið vita á facebooksíðu deildarinnar eða á fuglahundadeildfhd@gmail.com ef þið getið aðstoðað og þá hvaða dagur/tími ykkur hentar best

Með fyrirfram þökk fyrir hjálpina, án ykkar væri þetta ekki hægt.