Fuglahundadeild mynd 1
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7132776

Fréttir


Þorrablót FHD 2018 & verðlaunaafhending

23.1.2018
Stækka mynd
Þorrablót FHD verður haldið laugardaginn 3. febrúar. Að þessu sinni verður þorrablótið haldið heima hjá Atla og Sigrúnu, að Faxahvarfi 10 í Kópavogi og byrjar blótið kl. 19:00. Verðið er hóflegt eða aðeins kr. 3900.- á mann og koma menn með sín drykkjarföng sjálfir ... helst mikið af sterku. Í boði verður bæði venjulegur súrmatur og ósúr s.s. hangikjöt, sviðasulta o.þ.h en Fuglahundadeild mun redda rammíslensku brennivíni svo hægt sé að skola herlegheitunum niður með góðu móti.


Allir hundaeigendur, áhugamenn og konur um tegundarhóp 7 eru hjartanlega velkomnir. Mikil stemming hefur verið á blótum þessum undanfarin ár og verður engin undantekning á því þetta árið, skeggrætt um hunda, menn og málefni, dómgæslur og hvað þetta heitir nú allt saman. Eigum saman góða og skemmtilega kvöldstund í byrjun starfsárs og komum okkur í gírinn, maður er manns gaman.

Leggja má inn á reikning FHD og skrifa jafnframt nafn/nöfn þeirra sem greitt er fyrir. En reikningsnúmerið er 536-04-761745 og kt: 670309-0290. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 31. janúar.
Sendið staðfestingarpóst fuglahundadeildfhd@gmail.com

Á blótinu verða afhent glæsileg verðlaun fyrir stigahæstu hunda ársins 2017 á sýningum, sækiprófum, heiðaprófum og fyrir stigahæsta hundinn á fyrsta meginlandshundaprófinu sem haldið hefur verið á Íslandi.  Stigahæstu hundar verða kynntir fljótlega.

Kveðja Fuglahundadeild