Fuglahundadeild mynd 8
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7102560

Fréttir


Kaldapróf 2018

14.4.2018
Stækka mynd
Nú styttist óðum í Kaldapróf FHD sem fram fer dagana 27. - 29. apríl næstkomandi, en viðburðurinn hefur verið mjög vinsæll allt frá því að hann var haldinn í fyrsta sinn árið 2009. 

Skráningarfresti lýkur á miðnætti næstkomandi miðvikudags, þann 18. apríl. 

Dómarar prófsins eru þrír, þeir Ronny Hartviksen og Andreas Björn frá Noregi og Svafar Ragnarsson frá Íslandi.  Nánari dómarakynning kemur nú um helgina. 



Boðið verður upp á alla flokka alla þrjá dagana, þ.e. unghundaflokk, opinn flokk og keppnisflokk. 

Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í unghunda og opnum flokki alla þrjá dagana, auk verðlauna fyrir sæti í keppnisflokki.  

Þar að auki verður keppt um farandgripinn Karra kalda, en farandgripurinn var fyrst veittur 2011 af þeim Hrafni og Danda.  Keppt er um gripinn í UF og OF og gilda stigin föstudag og laugardag og gripurinn afhentur þeim stigahæsta á laugardagskvöldi. 

Að þessu sinni hefur deildin ekki tekið frá húsnæði fyrir þátttakendur í Kaldaprófinu, einungis fyrir starfsmenn prófsins.  Þó er búið að tryggja gistingu í stóra húsinu og eru einhver herbergi laus þar gegn vægu gjaldi.  Enn eru siðan einhver hús laus og við hvetjum þá sem hafa huga á að taka þátt í prófinu og vilja tryggja sér gistingu að hafa samband sem fyrst við prófstjóra prófsins, Unni Unnsteinsdóttur, ef áhugi er á herbergi í stóra húsinu eða Marinó staðarhaldara á Ytri-Vík ef áhugi er fyrir húsi. 

Við minnum fólk sem gistir á Ytri-Víkur svæðinu á að lausaganga hunda er bönnuð og skylt er að þrífa upp eftir hundana.

Að venju verður farin ferð í Kaldaverksmiðjuna á Árskógsströnd, og sameiginleg máltíð verður í stóra húsinu á laugardagskvöld.  Upplýsingar um ferðina og máltíðina verða settar hér inn á síðuna fljótlega. 
 

Skráning í prófið

Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma, sem er alla virka daga frá kl. 10 - 15.  Einnig er hægt að millifær á reikning félagsins senda skal jafnframt tölvupóst með upplýingum um skráningu ásamt kvittun fyrir greiðslu á hrfi@hrf.is

Sími skrifstofu er 588 5255 

Reikningsupplýsingar HRFÍ eru : 

reikningsnúmer : 515 26 707729

kt: 680481 0249

Þátttökugjald fyrir 1 dag er 5700, fyrir 2 daga eru 8600 og fyrir 3 daga eru það 11400

Tiltaka verður prófnúmer sem er #501806, ættbókarnúmer hunds, nafn leiðanda, í hvaða flokk/a á að skrá og hvaða dag/a.  Greiða verður um leið og skráning fer fram til að skráning sé gild. 

HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ SEM FLESTA Á NORÐLENSKU HEIÐUNUM !