Fuglahundadeild mynd 15
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7136888

Fréttir


Dómarar í Kaldaprófinu 2018

15.4.2018
Stækka mynd
Dómarar prófsins verða þrír, hér koma kynningar á þeim :

Ronny Hartviksen er 49 ára og býr í Ringvassöja með sínum þremur Pointerum.  Hann náði einkunn í veiðiprófi í fyrsta sinn aðeins 12 ára.  Fyrsti hundurinn hans var Vorsteh hundur en þann hund notaði Ronny í sleðasporti.  Hann fékk fyrsta Pointerinn sinn 1985 og hefur alltaf átt Pointera síðan.  Hann fékk dómararéttindi sem fuglahundadómari 2009 og hefur dæmt víða.  Hann þakkar fyrir boðið um að koma til Íslands til að dæma hundana okkar í prófi. 

Andreas Björn er 43 ára og býr með konu sinni Hege Olsen, þau eiga dótturina Eldri sem er tveggja ára.  Fjölskyldan á tvo Írska seta, Toxic sem er 2. ára og hina sex ára gömlu NJCH NSUCH NJ(K)CH Tixi.  Andreas fékk dómararéttindi sem fuglahundadómari 2002 og hefur fengið heiðurinn af því að dæma úrslitin í NM Höyfjell og svo NM Lag í ár.  Hann byrjaði að veiða með blendingshundum og síðar með Vorsteh.  Hann fékk fyrsta "veiðiprófs" hundinn sinn 1993, en það var snögghærður Vorsteh Itza's Ari.  Hefur átt hinar ýmsu tegundir fuglahunda síðan og náð einkunn á snögghærðan og strýhærðan Vorsth, Pointer, Enskan seta, Gordon seta og Írskan seta.  Hann átti stigahæsta unghund í Noregi 1997 sem var strýhærður Vorsteh, Noraförrs B-Don Arax.  Hann segir að þau hafi verið heppin með Tixi en hún keppti í úrslitum í Derby, varð í 4. sæti í NM Höyfjell, vann NM Lag, var besti hundur í vetrarprófi 2016 og lenti í 5. sæti í NM veturinn 2017.  Andreas hefur dæmt hér áður, en hann kom hingað 2014 og dæmdi próf á vegum Vorsteh deildar ásamt Tore Kallekleiv. 

Svafar Ragnarsson fékk dómararéttindi frá HRFÍ 2011.  Fyrsti fuglahundurinn hans var snögghærður Vorsteh Töfra Hetta, hann tók got undan henni og veiðimeistaranum ISFtCh Dímon.  Svafar hélt eftir úr því goti tíkinni Esjugrundar Spyrnu sem hann leiddi til veiðimeistara.  Hann á í dag Bretoninn Fóellu Myrru.