Fuglahundadeild mynd 9
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 4745202

Fréttir


Þorrablót FHD og verðlaunaafhending 8. febrúar.

26.1.2020
Stækka mynd
Þorrablót FHD laugardaginn 8. febrúar. Verður það haldið heima hjá Atla og Sigrúnu, að Faxahvarfi 10, Kópavogi og sett kl. 19:00. Hóflegt verð kr. 4000.- á mann og kemur fólk með sína drykki.

Greiða inn á reikning FHD og skrifa nafn/nöfn þeirra sem greitt er fyrir. Reikningsnúmerið er 536-04-761745 og kt: 670309-0290. 

Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 5. febrúar. 
Sendið staðfestingarpóst á fuglahundadeildfhd@gmail.com

Allir hundaeigendur, áhugafólk um tegundarhóp 7 er hjartanlega velkomið. 

Góð stemning hefur verið á blótum undanfarin ár og verður engin undantekning á því. Það er skeggrætt um hunda, meginlandshunda- & Áfangafellspróf, menn og málefni, mögulega prófadagskrá 2020, gamla dóma, sýningar og allt hitt. Eigum saman góða og skemmtilega kvöldstund í byrjun starfsárs og komum okkur í gírinn, maður er manns gaman.

Á blótinu eru afhent verðlaun fyrir stigahæstu hunda ársins 2019 á sýningum, sæki- & heiðaprófum.

Kveðja Fuglahundadeild