Fuglahundadeild mynd 12
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 5156214

Fréttir


Sækipróf Fuglahundadeildar helgina 8 - 9 ágúst

27.6.2020
Stækka mynd
Vekjum athygli á breyttri dagsetningu á sækiprófi Fuglahundadeildar en prófið verður haldið helgina 8 - 9 ágúst. 
Prófið verður með sama sniði og síðasta sumar þar sem prófað verður eftir reglum fyrir meginlandshunda ásamt reglum fyrir hefðbundið sækipróf sem opið er öllum tegundum fuglahunda. 

Endilega takið helgina frá en nánari upplýsingar um prófið koma þegar nær dregur.

Við komum að sjálfsögðu til með halda áfram reglulegum æfingum fram að prófi og hvetjum við alla til að vera duglegir að koma á æfingarnar, hvort sem stefnt er á próf eða bara til að hafa gaman af.  

Þá er gaman frá því að segja að eigendur fuglahunda norðan heiða eru einnig með skipulagðar sóknaræfingar 
fyrir standandi fuglahunda á miðvikudögum kl 19.30 í sumar en hægt er að fylgjast með starfi þeirra á facebook síðunni Norðurhundar. Eru allir velkomnir á þær æfingar og frábært að geta skellt sér á sækiæfingu á norðurlandinu fyrir þá sem eiga leið þar um.