Fuglahundadeild mynd 7
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 5601716

Fréttir


Úrslit Kaldaprófs Norðurhunda

2.5.2021
Stækka mynd
Um helgina fór fram Kaldapróf Norðurhunda þar sem prófað var föstudag og laugardag í unghunda- og opnum flokki og endaði prófið svo í dag á keppnisflokki. 


Úrslit föstudag 30. apríl

Unghundaflokk dæmdi Svafar Ragnarsson en því miður var lítið af fugli þann daginn og enginn hundur náði einkunn.

Opinn flokk dæmdi Guðjón Arinbjarnarson og var það enski setinn Steinahlíðar Atlas sem landaði 1. einkunn. 


Steinahlíðar Atlas

Úrslit laugardag 1. maí

Unghundaflokk dæmdi Guðjón Arinbjarnarson og enduðu leikar þannig að þrír hundar voru með einkunn.

Hrísmóa Kaldi (Enskur setter), 1. einkunn og besti hundur prófs
Veiðimela Freyja (Snögghærður Vorsteh), 1. einkunn
Veiðimela Frosti (Snögghærður Vorsteh), 2. einkunn


Frá vinstri, Hrísmóa Kaldi, Veiðimela Freyja og Veiðimela Frosti


Opinn flokk dæmdi Kjartan Lindböl og voru tveir hundar með einkunn eftir daginn.

Rypleja´s Klaki (Breton), 2. einkunn og besti hundur prófs
Steinahlíðar Atlas (Enskur setter), 2. einkunn


Frá vinstri, Steinahlíðar Atlas og Rypleja´s Klaki


Úrslit sunnudag 2. maí

Keppnisflokk dæmdu þeir Guðjón Arinbjarnarson og Kjartan Lindböl og fengu þrír hundar sæti. 

1. sæti - Almkullens Hrima (Breton)
2. sæti - Rypleja´s Klaki (Breton)
3. sæti - Munkefjellets Mjöll (Strýhærður Vorsteh)


Óskum við einkunna- og sætishöfum innilega til hamingju með frábæran árangur!