Fuglahundadeild mynd 12
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7138031

Fréttir


Stóra Royal Canin prófið í Áfangafelli 2021

1.9.2021
Stækka mynd
Stærsta próf Fuglahundadeildar, Áfangafellsprófið, verður haldið 17-19. september. Prófið er haldið á Auðkúluheiði.

Þrír dómarar dæma prófið. Þeir eru Guðjón S Arinbjörnsson og verður fulltrúi HRFÍ, Marius Aakervik og Mona Himo Aakervik frá Noregi. Einar Örn Rafnsson dómaranemi verður með. Þeir hundar í UF og OF sem eru skráðir í alhliðapróf (fullkombinert) og ná einkunn á fjalli fara í sækihlutann í beinu framhaldi sama dag.

Prófið verður sett alla dagana á Hótel Húna  kl 8:00

Dagskrá:
17. sept. verða prófaðir UF/OF, og KF, ásamt alhliða(fullkombinert)
18. sept. verða prófaðir UF/OF og KF, ásamt alhliða(fullkombinert)
19. sept. verða prófaðir UF/OF og KF

Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í unghunda- og opnum flokki báða dagana auk verðlauna fyrir sæti í keppnisflokki.
Deildin mun einungis leggja til máv fyrir sækihluta prófs. Aðra bráð verða leiðendur að útvega sjálfir.
Vakin er athygli að sauðfé gæti verið á svæðinu en smalað verður á heiðinni dagana á undan prófinu. Réttir verða 11. september.

Skráning í prófið:
Á Skrifstofu HRFÍ eða símleiðis í 588 5255 þar sem greitt er með því að gefa upp kortanúmer.
Einnig er hægt að millifæra á HRFI á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófnúmer í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og fuglahundadeildfhd@gmail.com

Veiðipróf einn dagur 6.400
Veiðipróf 2ja daga 9.600
Veiðipróf 3ja daga 12.700

Við skráningu þarf að koma fram:
-Nafn eiganda
-Nafn hunds
-Ættbókarnúmer
-Nafn leiðanda
-Hvað flokk er skráð í
-Hvaða daga
-Hvort skráð er í alhliðapróf eða eingöngu heiðapróf
-Prófnúmer 502111

Gisting:
Tilboð í gistingu frá Hotel Huni / panta fyrirfram:
Miðast við 3 nætur og er verð per herbergi. Morgunverður er innifalinn sem og aðgangur að sundlaug og heitum potti á föstudags- og laugardagskvöldi.

2ja manna herbergi með sameiginlegu baði kr. 32000
1 manns herbergi með sameiginlegu baði kr. 23000

Verð fyrir kvöldmat:
1 rétta kvöldverður kr. 2900 per mann
2ja rétta kvöldverður kr. 3900 per mann
3ja rétta kvöldverður kr. 4900 per mann

Þeir sem vilja geta haft samband við staðarhaldara:
Gyða Sigríður á Hótel Húni - sími: 691-2207 / 519-4660 e-mail: gyda@hotelhuni.com

Gisting á Blönduósi:
Lárus í Glaðheimum til að bóka gistingu:
gladheimar@simnet.is
Sími 820 1300

Skráningarfrestur rennur út á miðnætti sunnudaginn 12. september. nk.
Frekari upplýsingar gefur prófstjórar Atli Ómarsson 660-2843  atlibrendan@gmail.com og Viðar Örn Atlason