Fuglahundadeild mynd 8
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 6078600

Fréttir


Meginlandshundapróf 16 & 17 okt. 2021

28.9.2021
Stækka mynd

Meginlandshunda heiðapróf verður haldið helgina 16. og 17.október nk.  og mun Patrik Sjöström dæma prófið. Prófað verður í UF og OF.  Dagana á undan 13.-15. október verður námskeið með Patrik Sjöström sem haldið er seinnipart þessa daga í og við Sólheimakot og verður það nánar auglýst síðar.  Hægt er að fara bara á námskeiðið.  Greiðsla fyrir námskeið greiðist inná:536-04-761745 kt:670309-0290 senda kvittun á netfangið fuglahundadeildfhd@gmail.com

Patrik byrjaði að þjálfa og veiða með hundum 1984. Einnig byrjaði að hann taka þátt í sækiprófum með meginlandshunda á sama tíma. Hann hefur ræktað hunda síðan árið 2000, Strýhærða Vorsteh og síðan snögghærða Vorsteh hunda ásamt konu sinni og heitir kennelið Trubadurens Kennel. Patrik hefur verið virkur meðlimur í SVK síðastliðin 30 ár og dómari síðan 2007. Hann hefur dæmt í Svíþjóð, Ítalíu, Hollandi og Belgíu. Patrik hefur oft leitt sænska landsliðið. Patrik hefur komið nokkrum sinnum til Íslands áður til að dæma hjá FHD.

Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ þar sem hægt er að skrá sig símleiðis s:588 5255 og greiða með símgreiðslu. Einnig er hægt að millifæra inn á reikning HRFÍ númer 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249.

Ef greitt er með millifærslu þarf að koma fram nafn hunds í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og fuglahundadeildfhd@gmail.com.

Í tölvupóstinum þarf að koma fram:

Nafn eiganda

Nafn hunds

Ættbókanúmer

Nafn leiðanda

Prófnúmer:502113

Tilgreina þarf hvaða daga verið er að skrá í próf og í hvaða flokk,  UF eða OF.

 

Tveggja daga þátttaka í prófi veitir einnig þátttöku á námskeiði.

 

Skráningarfrestur til miðnættis, miðvikudaginn 6. október n.k.

 

Verðskrá próf:

Veiðipróf einn dagur      6.400 kr.

Veiðipróf tveir dagar      9.600 kr.

 

Verðskrá námskeiðs:

Námskeið/fyrirlestrar   7.500 kr.

 

Hlökkum til að sjá ykkur !