Fuglahundadeild mynd 6
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7152158

Fréttir


Ellaprófið 19. - 20. mars

3.3.2022
Stækka mynd

Opið er fyrir skráningu í veiðipróf FHD sem haldið verður helgina 19. - 20. mars.  Prófið er nefnt Ella-prófið í minningu náttúrubarnsins Erlends heitins Jónssonar. Besti hundur prófs í opnum flokki hlýtur hina eftirsóttu Ella-styttu í verðlaun.

Skráningarfrestur lýkur sunnudaginn 13. mars, á miðnætti.
Dómarari og fulltrúi HRFÍ er Guðjón Arinbjörnsson.  Prófstjóri er Atli Ómarsson
Prófið verður sett báða dagana í Sólheimakoti kl 9:00

Styrktaraðilar prófsins eru:Dýrheimar Royal Canin

Prófað verður í unguhunda- og opnum flokk.  Leiðendur í opnum flokki koma með eigin rjúpu.

Skráning í prófið:
Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma, sem er Þriðjudagur - fimmtudagur frá kl.10-15.  Lokað er á mánudag og föstudag.
Einnig er hægt að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra á reikningfélagsins.  Munið að senda kvittun áhrfi@hrfi.is og á prófstjóra atlibrendan@gmail.com

Sími skrifstofu HRFÍ er 588-5255.
Reikningsupplýsingar HRFÍ eru eftirfarandi:
Rknr: 515-26-707729
Kt: 680481-0249

Þátttökugjald fyrir 1 dag er kr. 6.800.- 2 daga er kr. 10.200.-

Við skráningu verður að tiltaka:
Veiðiprófsnúmer: 502201
Ættbókarnúmer hunds.
Eigandi hunds.
Nafn leiðanda.
Í hvaða flokk er verið að skrá og hvaða dag.
Greiða verður um leið og skráning fer fram svo að skráning sé gild. 

Eins og ávallt, er áhugasömum velkomið að ganga með á prófinu og kynna sér hvernig heiðarpróf fara fram.  FHD óskar öllum góðs gengis á prófinu.  Sjáumst hress og kát.