Fuglahundadeild mynd 11
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 6228961

Fréttir


Royal Canin Sækipróf FHD - Ráslisti

22.7.2022
Stækka mynd
Góð þátttaka í sækiprófi Fuglahundadeildar í ár en 25 hundar eru skráðir. Prófað er eftir hefðbundnu sækiprófi og sækihluta meginlandshundaprófs. 

Prófið verður sett við Sólheimakot kl: 8:30 báða daga nema annað verði tekið fram.

Þátttakendur þurfa að hafa bráð með sér í prófið eða útbúa dummy eftir nýjum reglum, sjá reglur hér fyrir neðan þar um. Þurfi þátttakendur bráð skulu þeir snúa sér til prófstjóra áður en próf er sett. Hægt er að nota alla löglega veidda fugla á Íslandi sem bráð.  FHD skaffar máva fyrir þá sem vilja.

Boðið verður uppá pylsur í hádegi á laugardag og sunnudag.

Dómari: Patrek Sjöström
Fulltrúi HRFÍ: Guðni Stefánsson
Prófstjórar: Sigrún Hulda Jónsdóttir og Atli Ómarsson
Prófnúmer: 502208

Styrktaraðilar prófs eru Dýrheimar - Royal Canin - Vínnes ehf og Olafsson gin.

23 Júlí 2022 
UH
Meginlandspróf: Gríma - Mýra - Arkenstone MAH - Heiða - Oreo  - Vera - Móa
Hefðb. Sækipróf: Terracotta - Brandskegg Söndre -  Klemma - Rökkva - Hel - Myrra

OF
Meginlandspróf: Bejla - Rex - Irma - Stella - Erik - Jökull
Hefðb. Sækipróf:  Skuggi - Parma - Ariel - Dáð - Freyr - Nína

24 Júlí 2022 
UH
Meginlandspróf: Arkstone MAH - Mýra - Móa - Gríma - (Hel - Vera - Myrra )
Hefðb. Sækipróf: Hel - Klemma - Brandskegg Söndre - Vera - Myrra - Rökkva - Terracotta - Heiða

OF
Meginlandspróf: Oreo - Jökull - Rex - Stella - Bejla - Erik
Hefðb. Sækipróf:  Freyr - Irma - Dáð - Nína - Parma - Skuggi - Ariel

Nýjar reglur um bráð fyrir hefðbundið sækipróf:

Auk ferskra eða afþýddra fugla eru þurrkaðir og frosnir fuglar leyfðir. Fuglar mega vera án bringu en þá þarf að fylla í staðinn með einhverju sem við á svo bráðin haldi lögun.

Við vatnasókn er heimilt að nota dummy með fjöðrum/vængjum af fuglategundum sem leyfilegt er að veiða. Ef notað er dummy þarf það að vera þakið fjöðrum/vængjum svo það líkist sem mest fugli.

Heimilt er að nota net utan um þurrkaða fugla, fugla án bringu og á dummy í vatnavinnu. Ekki er leyfilegt að nota net í öðrum þrautum.

Mælt er með því að nota ferska eða afþýdda fugla sem dráttarfugl í spori. Ekki er krafa um að sama tegund sé notuð til að draga sporið og lögð er á endann.

Eins og áður eru allar þær fuglategundir sem heimilt er að veiða leyfðar í öllum greinum.

Fuglarnir skulu vera heilir, en heimilt er að leyfa að hluti bráðar vanti (svo sem annan fótinn eða höfuð) sem eðlilega geta farið af við veiðar.

Dómari þarf að samþykkja það sem nýtt er til sóknar.

Þátttakendur eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum sem kunna að vera settar á FB-síðu FHD fram að prófi og einnig vera í sambandi við prófstjóra ef einhverjar spurningar vakna. Atli  660-2843 / Sigrún 840-2686

Allir velkomnir að koma og horfa á !