Fuglahundadeild mynd 3
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7137992

Fréttir


Stóra Royal Canin prófið í Áfangafelli 2022

29.8.2022
Stækka mynd


Veiðipróf Fuglahundadeildar, Áfangafellsprófið, verður haldið 23-25. september. Prófið verður haldið á Auðkúluheiði.

Þrír dómarar dæma prófið. Þeir eru Guðjón S. Arinbjörnsson verður fulltrúi HRFÍ, Leiv Jonny Weum og Unnur Unnsteinsdóttir. Þeir hundar í UF og OF sem eru skráðir í alhliðapróf (fullkombinert) og ná einkunn á fjalli fara í sækihlutann í beinu framhaldi sama dag.

Prófið verður sett alla dagana á Hótel Húna kl 9:00

Dagskrá:
23. sept. verða prófaðir UF/OF ásamt alhliða(fullkombinert)
24. sept. verða prófaðir UF/OF ásamt alhliða(fullkombinert)
25. sept. verður KF

Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í unghunda- og opnum flokki báða dagana auk verðlauna fyrir sæti í keppnisflokki.
Deildin mun einungis leggja til máv fyrir sækihluta prófs. Þeir þátttakendur sem óska eftir máv vinsamlegast látið prófstjóra vita. Aðra bráð verða leiðendur að útvega sjálfir.
Vakin er athygli að sauðfé gæti verið á svæðinu en smalað verður á heiðinni dagana á undan prófinu.

Skráning í prófið:
Á Skrifstofu HRFÍ eða símleiðis í 588 5255 þar sem greitt er með því að gefa upp kortanúmer.
Einnig er hægt að millifæra á HRFI á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófnúmer í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og fuglahundadeildfhd@gmail.com

Veiðipróf einn dagur 6.800
Veiðipróf 2ja daga 10.200
Veiðipróf 3ja daga 13.500

Við skráningu þarf að koma fram:
-Nafn eiganda
-Nafn hunds
-Ættbókarnúmer
-Nafn leiðanda
-Hvað flokk er skráð í
-Hvaða daga
-Hvort skráð er í alhliðapróf eða eingöngu heiðapróf
-Prófnúmer 502209

Gisting:
Tilboð í gistingu frá Hotel Huni / panta fyrirfram:
Miðast við 3 nætur og er verð per herbergi. Morgunverður er innifalinn sem og aðgangur að sundlaug og heitum potti.

2ja manna herbergi með sameiginlegu baði kr. 32000
2ja manna herbergi með sérbaðherbergi kr. 44000
1 manns herbergi með sameiginlegu baði kr. 24000

Verð fyrir kvöldmat:

1 rétta kvöldverður kr. 3100 per mann
2ja rétta kvöldverður kr. 4300 per mann
3ja rétta kvöldverður kr. 5300 per mann

Þeir sem vilja geta haft samband við staðarhaldara:
Gyða Sigríður á Hótel Húni - sími: 691-2207 / 519-4660 e-mail: gyda@hotelhuni.com

Gisting á Blönduósi:
Lárus í Glaðheimum til að bóka gistingu:
gladheimar@simnet.is
Sími 820 1300

Skráningarfrestur rennur út á miðnætti miðvikudaginn 14. september næstkomandi.
Frekari upplýsingar gefur prófstjórar Arna Ólafsdóttir GSM 867-1740 e-mail arna_olafs@hotmail.com og Friðrik GSM 834-3390 e-mail frikki70@hotmail.com