Glæsileg dagskrá verður í boði Fuglahundadeildar

Stækka mynd
Æfingar á heiðinni

Boðið verður upp á áhugaverða og skemmtilega og fræðandi dagskrá hjá Fuglahundadeild í mars, apríl og maí, en stjórn FHD samþykkti skipulagningu starfseminnar fram á vor á stjórnarfundi þann 24. febrúar sl., en fundargerðina má sjá hér. Með þessu er deildin að bjóða upp á skipulagða dagskrá vikulega frá janúar fram í miðjan maí, sem er nýnæmi í sögu deildarinnar og reyndar óþekkt í sögu Hundaræktarfélags Íslands. Sú dagskrá sem boðið hefur verið upp á í janúar og febrúar hefur verið vel sótt og er tjórn FHD stolt af því að geta boðið meðlimum deildarinnar og öðru áhugafólki um hundasportið upp á fróðleik og skemmtun á þessum vettvangi. Sérstaklega er vakin athygli á því að deildin verður með fræðslufund á Akureyri 21. mars nk., en með því er verið að auka þjónustu við félaga okkar norðan heiða.

Dagskráin í starfsemi Fuglahundadeildar verður eftirfarandi í mars, apríl og fram í maí:

Ákveðið að bjóða upp á eftirfarandi dagskrá í Sólheimakoti á laugardögum kl. 10:00:

Sólheimakot 7. mars 2009.
Opið hús, kaffispjall, sýnd verður DVD mynd um fuglahundasportið, en síðan fara allir upp á heiði að þjálfa í fylgd reyndra manna. Allir áhugasamir um sportið eru hvattir til að mæta, ekki síst nýliðar.

Sólheimakot 14. mars 2009.
Flutt verður erindi um klassísk vandamál í veiðihundasportinu og lausnir á þeim; sóknarvinnu – elt – trega reisningu. Egill Bergmann og Sigurður B. Björnsson fuglahundadómarar og margreyndir í sportinu fræða áhugasama fuglahundamenn. Þetta er erindi sem getur hjálpað mönnum til að leysa vandamálin strax, í stað þess að glíma við þau fram á sumar.

Akureyri 21. mars 2009.
Fyrirlestur um hvernig best sé að leiða hund á veiðiprófi. Þrír reyndir leiðendur fjalla um þessa sígildu spurningu á fundi á Akureyri laugardaginn 21. mars. Þetta eru þeir Pétur Alan Guðmundsson, Sigurður B. Björnsson og Svafar Ragnarsson. Þessi fyrirlestur markar tímamót í sögu deildarinnar, en þetta er í fyrsta skipti sem fræðslustarf á vegukm deildarinnar fer fram utan Reykjavíkursvæðisins.

Sólheimakot 21. mars 2009.
Opið hús, kaffispjall, sýnd verður DVD mynd um fuglahundasportið, en síðan fara allir upp á heiði að þjálfa í fylgd reyndra manna. Allir áhugasamir um sportið eru hvattir til að mæta, ekki síst nýliðar.

Sólheimakot 28. mars 2009.
Veiðipróf á vegum FHD verður haldið þennan dag („Ellaprófið“) og því verður ekki um skipulagða dagskrá að ræða í Sólheimakoti.

Sólheimakot 4. apríl 2009.
Opið hús, kaffispjall, sýnd verður DVD mynd um fuglahundasportið, en síðan fara allir upp á heiði að þjálfa í fylgd reyndra manna. Allir áhugasamir um sportið eru hvattir til að mæta, ekki síst nýliðar.

11. apríl 2009.
Laugardaginn fyrir páska verður ekki um skipulagða dagskrá að ræða í Sólheimakoti.

18. apríl 2009.
Þennan dag verður ekki um skipulagða dagskrá að ræða í Sólheimakoti, þar sem veiðipróf Vorstehdeildar verður haldið þessa helgi; 17., 18. og 19. apríl.

Sólheimakot 25. apríl 2009.
„Öðru vísi dagur“ í Sólheimakoti: Þennan dag mun FHD bjóða upp á skemmtidag með hundum og mönnum. Haldið verður „Gamni-sækipróf“ þar sem hundar eru látnir sækja hitt og þetta að skipan eigenda sinna. Mæting verður í Sólheimakoti kl. 10:00 en þaðan verður haldið upp á heiði til æfinga. Gamanið hefst síðan í hádeginu í kotinu. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Nánari upplýsingar um tilhögun verða birtar síðar hér á heimasíðunni.

2. maí 2009.
Þennan dag verður ekki um skipulagða dagskrá að ræða í Sólheimakoti, þar sem veiðipróf Írsk setterdeildar verður haldið þessa helgi; 1., 2. og 3. maí.

9. maí 2009.
Þennan dag verður ekki um skipulagða dagskrá að ræða í Sólheimakoti, þar sem veiðipróf FHD verður haldið þessa helgi; 9., 10. og 11. maí.

Úlfarsfell/Helguhlíð 15. maí 2009.
Þennan dag fer fram rjúpnataling í Úlfarsfelli og í framhaldinu verður Vorfagnaður FHD haldinn í Helguhlíð hjá Agli Bergmann og Margréti Kjartansdóttur. Nánari upplýsingar um tilhögun þátttökutilkynninga verður auglýst síðar hér á síðunni.