Patrik Sjöström dæmir sækipróf FHD í ágúst

Stækka mynd

Dómari í sækiprófi FHD 12. og 13. ágúst næstkomandi er Patrik Sjöström hann byrjaði að þjálfa og veiða með hundum 1984. Einnig byrjaði að hann taka þátt í sækiprófum með Meginlandshunda á sama tíma. Hann hefur ræktað hunda síðan árið 2000, Strýhærða Vorsteh og síðan snögghærða Vorsteh hunda ásamt konu sinni og heitir kennelið Trubadurens Kennel.


Hann hefur verið virkur meðlimur í SVK síðastliðin 30 ár og dómari síðan 2007. Hann hefur dæmt í Svíþjóð, Ítalíu, Hollandi og Belgíu og nú bætist Ísland við.