Ivar Terje Bakken frá Noregi dæmir sækipróf FHD

Stækka mynd

Núna 28 og 29 júlí nk. dæmir Ivar Terje Bakken sækipróf FHD.  Hann byrjaði með standandi fuglahunda 1978 og fór í  sitt fyrsta próf 1981.  Alla tíð hefur hann verið með snögghærðan vorsteh og á þrjá hunda í dag, 9 ára hund (Extra), 6 ára tík (Supra) og 2 ára hund (Paavo Numi) og hefur þeim gengið vel á prófum bæði í Noregi og Svíþjóð. Hann veiðir með sínum hundum hvort heldur sem er á fjalli eða í skógi.  Ivar Terje varð fuglahundadómari 1995 og hefur dæmt heiða-, skógar-, láglendis- og sóknarpróf.   Þetta sækipróf hefur prófnúmer: 501809