Dómarakynning - Leiv Jonny Weum

Stækka mynd

Ég gekk fyrst til veiða með föður mínum 12 ár gamal, þá byssulaus.  16 ára fékk ég leyfi til að stunda veiðar með byssu á öxl og eftir það var ekki aftur snúið.  Keypti minn fyrsta hund 16 ára gamall, EnskanSeta.  Átti síðan tvo Gordon Seta í í 12 ár.  Síðustu 25 ár hef ég átt Enska Pointera, sem ég hef notað jafnt í veiði og veiðipróf.  Í dag er ég með tvo Enska Pointera , sá eldri er 4 ára keppnisflokkshundur og sá yngri tæplega tveggja ára, sá stundar unghundflokk af mikilli elju.Báðirhundarnir hafa fengið ágætis einkunnir og umsagnir.  Nýlega bætti ég við Enskum Seta á heimilið sem er 13 vikna gamall.
Árið 2002 hóf ég að dæma veiðipróf og hef dæmt alla flokka síðan.  Ég hef ræktað undir nafninu Maifjellets en þó aðalega til þess að ná í hund frá mér sjálfum
😊.
Aðaláhugamál mitt eru veiðar, stunda að sjáfsögðu rjúpnaveiðar meðhundunum mínum en einnig elgs og hreindýraveiðar.  Á sumrin finnst mér best að eyða tíma mínum við lax og silungsveiðar.