Minnum á meginlandshundapróf 19-20. okt.

Stækka mynd

Skráningarfrestur framlengdur til sunnudagsins 13 okt.
Meginlandshundapróf verður haldið helgina 19-20.10 og mun Dag Teien dæma prófið.



Dag Teien er virtur norskur dómari sem hefur búið um nokkurra ára skeið í Svíþjóð. Hann hefur mikla reynslu sem dómari og hefur dæmt víða um evrópu og á norðurlöndunum. Hér er frábært tækifæri til að kynnast annarskonar nálgun í þjálfun fuglahunda. Dag Teien hefur ræktað Vorsteh hunda undir ræktunarnafninu Teiens Kennel.


Dag hefur verið virkur meðlimur í SVK til margra ára og dómari. Hann hefur dæmt í Svíþjóð, Ítalíu, Hollandi og Belgíu. Dag hefur marg oft leitt sænska landsliðið því föngum við því að fá slíkan reynslu bolta.

Skráningarfrestur framlengdur til sunnudagsins 13 okt.

Skrifstofa HRFÍ tekur við skráningu, hægt er skrá sig símleiðis í s.588 5255 þar sem greitt er með símgreiðslu.

Einnig er hægt að millifæra á HRFI á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófsnúmer í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og fuglahundadeildfhd@gmail.com


Veiðipróf einn dagur 5.700 kr.
Veiðipróf 2ja daga 8.600 kr.

Við skráningu þarf að koma fram:

Nafn eiganda
Nafn hunds
Ættbókanúmer
Nafn leiðanda


Fyrir þá sem vilja kynna sér reglur fyrir meginlandshundapróf má nálgast þær hér

Stigagjöf FHD gildir fyrir öll próf FHD hvort sem um er að ræða heiðapróf eða sækipróf sjá nánar auglýsingu hér

http://www.fuglahundadeild.is/NewsMynd.aspx?ArticleID=%201902


Hér að neðan er linkur inn á reglurnar fyrir meginlandshunda: