Langþráð sækiæfing á morgun, mánudag kl. 19.30

Stækka myndEr ekki kominn tími á að rífa starfið í gang og skella okkur saman á sækiæfingu? Verðum með sækiæfingu á morgun, mánudaginn 15. júní við Hafravatn og hefst æfingin upp úr 19.30.

Þar sem hugsanlega eru einhverjir dottnir úr gírnum viljum við minna á að gott er að koma með dummy, vöðlur, taug, taum, flautu, nammi og vatn fyrir hundinn.

Allir hjartanlega velkomnir og hvetjum við nýliða sérstaklega til að koma - þó það sé ekki nema til að kynnast starfinu og sjá hvernig æfingin fer fram

Hlökkum til að sjá ykkur