Endurskoðun 10. kafla reglna um skráningu í ættbók

Stækka mynd

Stjórn HRFÍ hefur nú lokið síðari hluta endurskoðunar á reglum um skráningu í ættbók og samþykkt breytingar á 10. kafla reglnanna er fjallar um skilyrði ræktunar einstakra hundakynja. Breytingarnar er varða flest hundakyn innan tegundahóps 7 verða kynntar á opnum fundi á skrifstofu HRFÍ þann 23. júní kl. 18.


Á vef HRFÍ er hægt að nálgast nánari upplýsingar ásamt góðri samantekt yfir Reglur um skráningu í ættbók, 10. kafli ásamt samanburðarskjali, 10. kafla fyrir nýjar efnislegar breytingar.

Hvetjum við alla til að kynna sér breytingarnar sem taka gildi 1. janúar 2021 en niðurstöður samkvæmt endurskoðuðum reglum skulu kunnar fyrir pörun og fylgja með við skráningu í ættbók.