Opið fyrir skráningu í sækipróf FHD

Stækka mynd

Eins og áður hefur verið kynnt fer sækipróf Fuglahundadeildar fram dagana 8. - 9. ágúst þar sem boðið verður upp á UF, OF og EL báða daga. Þátttakendum stendur til boða að taka þátt í hefðbundnu sækiprófi eða eftir reglum fyrir meginlandshunda, fyrir þá sem vilja kynna sér reglur fyrir meginlandshundapróf má nálgast þær hér

Skráningarfrestur er til miðnættis 1. ágúst.

Prófstjórar prófsins eru Atli Ómarsson og Sigrún Hulda Jónsdóttir, dómari prófsins er Dag Teien


Dag Teien er norskur dómari búsettur í Svíþjóð og ræktar hann Vorsteh hunda undir ræktunarnafninu Teiens Kennel.
Dag er okkur flestum kunnur en hann dæmdi sækipróf Fuglahundadeildar árið 2017 ásamt því að dæma heiðapróf meginlandshunda sem fram fór haustið 2019. Þá hefur hann dæmt víða um evrópu og á norðurlöndunum. 

Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ þar sem hægt er skrá sig símleiðis í s.588 5255 og greiða með símgreiðslu, upplýsingar um opnunartíma má nálgast hér
Einnig er hægt að millifæra inn á reikning HRFÍ númer 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249. 
Ef greitt er með millifærslu þarf að koma fram nafn hunds í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og fuglahundadeildfhd@gmail.com.

Í tölvupóstinum þarf að koma fram:

Nafn eiganda
Nafn hunds
Ættbókanúmer
Nafn leiðanda
Prófnúmer: 502001
Hvort skráð er í hefðbundið sækipróf eða meginlandshundapróf en fyrir þá sem vilja er hægt að skrá sig annan daginn í hefðbundið próf og hinn daginn í meginlandshundapróf. 

Verðskrá:

Veiðipróf einn dagur 6.400 kr.
Veiðipróf 2ja daga 9.600 kr.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!