Óskum eftir sjálfboðaliðum í nefndir

Stækka mynd

Innan Fuglahundadeildar starfa nokkrar nefndir sem hugsaðar eru sem stuðningur við starfsemi deildarinnar, lesa má um hlutverk þeirra hér. Leitar nú stjórnin að áhugasömum sjálfboðaliðum sem hafa brennandi áhuga á að taka að sér hin ýmsu hlutverk.


Óskað er eftir sjálfboðaliðum í eftirfarandi nefndir:

Endurskoðunarnefnd veiðiprófa
Fjáröflunarnefnd
Fræðslu- og göngunefnd
Heimasíðu/ritnefnd
Sýninganefnd
Veiðiprófanefnd

Sömuleiðis leitar deildin að sjálfboðaliða til að taka sæti í sýningarnefnd HRFÍ fyrir hönd Fuglahundadeildar og hefur nefndin það hlutverk að „skipuleggja sýningar félagsins og annast verklega framkvæmd sýninga. Sýninganefnd er stjórn HRFÍ og deildum félagsins ráðgefandi varðandi sýningarmálefni almennt.“

Hvetjum við alla áhugasama til að senda okkur póst á fuglahundadeildfhd@gmail.com með upplýsingum um hvaða nefndir óskað er eftir að skrá sig í. Með haustinu er áætlað að fara í vinnu við yfirferð hlutverka nefndanna og gætu því lýsingar á þeim tekið einhverjum breytingum, væri gaman að fá þá sem sitja í nefndunum með í þá vinnu.