Endurskoðaðar reglur til veiðimeistara

Stækka mynd

Stjórnir allra deilda í tegundahópi 7 hafa unnið að endurskoðun reglna til íslensks veiðimeistara. 
Hér getur að líta afrakstur þeirrar vinnu en reglurnar voru byggðar á reglum til veiðimeistara í Noregi. 

Íslenskur veiðimeistari ISFtCh

Til að verða íslenskur veiðimeistari (ISFtCh) þarf hundur að hafa náð einu af eftirfarandi:

1x MS eða 2x vMS í KF
eða 1. Einkunn í OF í Alhliðaprófi

Auk þess þarf hundur:

Að hafa náð 25 stigum samkvæmt stigatöflu hér að neðan.

Að hafa að lágmarki náð Very good á viðurkenndri hundasýningu eftir að hundurinn er orðinn fullra 24 mánaða.

Að vera örmerktur skv. reglum HRFÍ.

 
Stigatafla til útreikninga á stigum til íslensks veiðimeistara ISFtCh:

MS/vMS: 2 Stig

1. einkunn UF: 2 stig.

1. einkunn UF Alhliðapróf:  4 stig.

1.einkunn OF: 3 stig.

1.einkunn OF Alhliðapróf : 5 stig.

1.einkunn OF-S: 1stig

Keppnisflokkur KF: Sæti í KF gefa stig sem eru breytileg eftir fjölda hunda sem taka þátt hverju sinni skv. meðf. töflu:


Erlendur veiðimeistari þarf einu sinni að ná 1. sæti með MS eða vMS í KF á Íslandi til að hljóta titilinn ISFtCh.

 
Íslenskur Alhliða veiðimeistari ISCFtCh

3 x 1. Einkunn í OF eða 3 x sæti í KF

1 x 1. Einkunn í OF á sækiprófi á sama keppnistímabili og ein af einkunnum/sætum í OF/KF á heiði er náð.

Að lámarki Very good á sýningu e. 24 mánaða.

Örmerktur skv. reglum HRFÍ.

Áunnin réttindi til veiðimeistara haldast á þeim hundum sem fæddir eru fyrir 01.03.2021


Skammstafanir:

MS: Íslenskt Veiðimeistarastig
vMS: Vara Íslenskt Veiðimeistarastig
UF: Unghunda flokkur
OF: Opinn flokkur
KF: Keppnis flokkur
OF-S: Opinn flokkur í sækiprófi