Þorrablót FHD 2024

Stækka mynd

Þorrablót FHD laugardaginn 10. febrúar verður haldið heima hjá Gunnari og Kötlu Korthals Griffon ræktendum, að Fjallkór 4, Kópavogi og boðið hefst kl. 19:00. Hóflegt verð kr. 6300.- á mann og kemur fólk með sína drykki.

Vinsamlegast greiðið inn á reikning FHD og skrifa nafn/nöfn þeirra sem greitt er fyrir. Reikningsnúmerið er 536-04-761745 og kt: 670309-0290 

Síðasti skráningardagur er fimmtdagurinn 8. febrúar kl 12/ hádegi.
 
Sendið staðfestingarpóst á fuglahundadeildfhd@gmail.com

Allir hundaeigendur, áhugafólk um tegundarhóp 7 er hjartanlega velkomið. 

Góð stemning hefur verið á blótum undanfarin ár og verður engin undantekning á því. Það er skeggrætt um hunda, menn og málefni, mögulega prófadagskrá 2024, gamla dóma, sýningar og allt hitt. Eigum saman góða og skemmtilega kvöldstund í byrjun starfsárs og komum okkur í gírinn, maður er manns gaman.

Á blótinu eru afhent verðlaun fyrir stigahæstu hunda ársins 2023 á sýningum, sæki- & heiðaprófum.

Kveðja Fuglahundadeild