Veiðiprófanefnd

Stækka mynd

1. Veiðiprófanefnd starfar í umboði stjórnar FHD. Hún ber ábyrgð á að framkvæmd veiðiprófa og keppna sé í samræmi við lög og reglur HRFÍ. Hún gerir tillögur til stjórnar FHD um:

a. Árlegan fjölda veiðiprófa í unghunda-, opnum- og keppnisflokki. Tillaga nefndarinnar miðist við almanaksárið (jan.-des) og liggi fyrir ekki síðar en 1. október vegna vorprófa og 1. febrúar vegna haustprófa.
b. Staðsetningu veiðiprófa, þ.e. í hvaða landshluta hvert próf fer fram (dæmi: nágrenni Reykjavíkur, Auðkúluheiði, Þingeyjarsýsla, Dalasýsla o.s.frv.)
c. Dagsetningu veiðiprófa og skiptingu þeirra í UF, OF og KF.
d. Dómara, einn eða fleiri fyrir hvert próf og fulltrúa HRFÍ.
e. Prófstjóra.

2. Veiðiprófanefnd annast um eftirtalda þætti veiðiprófa að fenginni beiðni stjórnar FHD þar um:

a. Útvegun verðlaunagripa veiðiprófa skv. gildandi samningum og útvegun annarra styrktaraðila eftir því sem við á og samningar FHD við aðra styrktaraðila heimila.
b. Útvegun dómara og styrktaraðila vegna komu erlendra dómara, skv. nánari ákvörðun stjórnar FHD.
c. Útvegun gistingar o.þ.h. fyrir erlenda dómara, skv. nánari ákvörðun stjórnar FHD.
d. Útvegun gistiaðstöðu sé próf haldið utan Reykjavíkursvæðisins (sbr. t.d. Áfangafell).
e. Umsjón með og útvegun vista, sé um sameiginlega málsverði að ræða.
f. Útvegun bráðar fyrir alhliða- og vettvangspróf.
g. Sjá um að öll gögn fyrir dómara séu í lagi og að koma þeim til HRFÍ að prófi loknu. Koma upplýsingum um niðurstöðu prófa í viðeigandi gagnagrunn og á heimasíðu FHD.