Sækipróf FHD 22-23. júlí - Ráslisti

Stækka mynd

Góð skráning er í sækipróf um helgina en 16-17 hundar eru skráðir til leiks báða daga. Við hlökkum til að sjá ykkur, ráslisti er birtur hér að neðan.

Prófað er eftir norskum sækiprófsreglum og sænsku meginlandshundaprófsreglum SKF.

Prófið verður sett kl: 9:00 báða daga á bílastæðinu til móts við flotbryggjuna, við suðausturhluta Hafravatns (sjá mynd). Endilega munið eftir kaffibrúsum, nesti og bráð.

Deildin skaffar máva fyrir þá sem óska þess, nauðsynlegt er að láta vita með því senda á Hauk Reynisson eða fuglahundadeildfhd@gmail.com

Þátttakendur þurfa að hafa bráð með sér í prófið (meginlandshundapróf SKF/ norska sækiprófið) eða útbúa dummy eftir nýjum reglum (dummy eingöngu í prófi eftir norskum reglum ), sjá reglur hér fyrir neðan þar um. Þurfi þátttakendur bráð skulu þeir snúa sér til prófstjóra áður en próf er sett. Hægt er að nota alla löglega veidda fugla á Íslandi sem bráð. FHD skaffar máva fyrir þá sem vilja.

Dómari: Dag Teien
Fulltrúi HRFÍ: Guðni Stefánsson
Prófstjórar: Kristín Jónasdóttir og Haukur Reynisson
Prófnúmer: 502307


Styrktaraðilar prófs eru Petis hráfóður og Vetplus fæðubótarefni.







Boðið verður uppá pylsur í hádegi á laugardag og sunnudag.

Bráð í meginlandshundaprófi:
Ferskar eða afþýddar þær fuglategundir sem heimilt er að veiða leyfðar í öllum greinum.


Nýjar reglur um bráð fyrir sækipróf eftir norskum reglum :


Auk ferskra eða afþýddra fugla eru þurrkaðir og frosnir fuglar leyfðir. Fuglar mega vera án bringu en þá þarf að fylla í staðinn með einhverju sem við á svo bráðin haldi lögun.

Við vatnasókn er heimilt að nota dummy með fjöðrum/vængjum af fuglategundum sem leyfilegt er að veiða. Ef notað er dummy þarf það að vera þakið fjöðrum/vængjum svo það líkist sem mest fugli.

Heimilt er að nota net utan um þurrkaða fugla, fugla án bringu og á dummy í vatnavinnu. Ekki er leyfilegt að nota net í öðrum þrautum.

Mælt er með því að nota ferska eða afþýdda fugla sem dráttarfugl í spori. Ekki er krafa um að sama tegund sé notuð til að draga sporið og lögð er á endann.

Eins og áður eru allar þær fuglategundir sem heimilt er að veiða leyfðar í öllum greinum.

Fuglarnir skulu vera heilir, en heimilt er að leyfa að hluti bráðar vanti (svo sem annan fótinn eða höfuð) sem eðlilega geta farið af við veiðar.

Dómari þarf að samþykkja það sem nýtt er til sóknar.

Þátttakendur eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum sem kunna að vera settar á FB-síðu FHD fram að prófi og einnig vera í sambandi við prófstjóra ef einhverjar spurningar vakna. Haukur 896 0685 / Kristín 895 0484


Laugardagur UF-NO
Ættbókarnúmer Nafn hunds próf
IS32184/22 Ice Artemis Katla German wire-haired pointing dog
IS34666/22 Herrskapets Glory Of Rose English Setter
IS32191/22 Ice Artemis Brún German wire-haired pointing dog

Laugardagur UF-SE

IS33893/22 Hulduhóla Arctic - Shiro Pudelpointer
IS33900/22 Hulduhóla Arctic - Þura Pudelpointer
IS33899/22 Hulduhóla Arctic - Miss Sarajevo Pudelpointer

Laugardagur OF-NO
Ættbókarnúmer Nafn hunds próf
IS31249/21 Ljósufjalla Rökkva German wire-haired pointing dog
IS28993/20 Hulduhóla Arctic Mýra Pudelpointer

Laugardagur OF-SE
IS22153/16 Edelweiss Vinarminnis Stella meginlandspróf Weimaraner, short-haired
IS30445/21 Vinarminnis Grimmhildur Grámann meginlandsprófWeimaraner, short-haired
IS28533/20 Ice Artemis Skuggi meginlandspróf German wire-haired pointing dog
IS30444/21 Vinarminnis Móa meginlandspróf Weimaraner, short-haired
IS31258/21 Ljósufjalla Heiða meginlandspróf German wire-haired pointing dog
IS28530/20 Ice Artemis Aríel meginlandspró German wire-haired pointing dog
IS31532/21 Arkenstone Með Allt á Hreinu German short-haired pointing dog
IS31247/21 Sansas Bejla German wire-haired pointing dog Guðni Stefánsson


Sunnudagur UF-NO
Ættbókarnúmer Nafn hunds próf
IS32184/22 Ice Artemis Katla German wire-haired pointing dog
IS34666/22 Herrskapets Glory Of Rose English Setter

Sunnudagur UF-SE
IS32191/22 Ice Artemis Brún meginlandspróf German wire-haired pointing dog
IS33893/22 Hulduhóla Arctic - Shiro meginlandspróf Pudelpointer
IS33900/22 Hulduhóla Arctic - Þura meginlandspróf Pudelpointer
IS33899/22 Hulduhóla Arctic - Miss Sarajevo meginlandspróf Pudelpointer

Sunnudagur OF-NO
Ættbókarnúmer Nafn hunds prófi

IS31249/21 Ljósufjalla Rökkva German wire-haired pointing dog
IS28533/20 Ice Artemis Skuggi German wire-haired pointing dog
IS31258/21 Ljósufjalla Heiða German wire-haired pointing dog
IS28530/20 Ice Artemis Aríel German wire-haired pointing dog

Sunnudagur OF-SE
IS22153/16 Edelweiss Vinarminnis Stella meginlandspróf Weimaraner, short-haired
IS30445/21 Vinarminnis Grimmhildur Grámann meginlandspróf Weimaraner, short-haired
IS30444/21 Vinarminnis Móa meginlandspróf Weimaraner, short-haired
IS28993/20 Hulduhóla Arctic Mýra meginlandspróf Pudelpointer
IS31532/21 Arkenstone Með Allt á Hreinu meginlandspróf German short-haired pointing dog
IS31247/21 Sansas Bejla German wire-haired pointing dog Guðni Stefánsson

Sunnudagur Elite

Ættbókarnúmer Nafn hunds prófi
IS21038/15 Munkefjellets Mjöll meginlandspróf German wire-haired pointing dog