Veiðprófadagskrá Fuglahundadeildar 2025

Stækka mynd

Gleðilegt árið, að venju verður Fuglahundadeild með metnaðarfulla veiðiprófadagskrá þetta árið eins og þau fyrri.

Fyrsta próf ársins verður Ellaprófið sem haldið verður 8-9. mars næstkomandi dómari verður Kjartan Lindböl og fulltrúi HRFÍ Einar Örn, ef skráning verður góð þá mun Einar dæma líka.

Meginlandshundapróf verður síðan haldið 5-6. apríl og dómari í því prófi verður Patrik Sjöström.

9-10. ágúst verður síðan sækipróf og mun Dag Teien dæma það. 

19-21. september verður síðan Áfangafellsprófið að venju og verið að vinna í því að finna dómara í það.

Meginlandshundapróf haustsins verður síðan 18-19. október og mun Uli Wieser koma aftur til landsins og dæma það.