Framlenging á skráningarfresti í Áfangafellsp. FHD

Stækka mynd

Framlenging á skráningarfresti í Áfangafellsprófið til miðnættis þriðjudaginn 16.september.

Tveir erlendir dómarar dæma prófið. Þeir eru  Örjan Alm og Daniel Östensen. Þeir hundar í UF og OF sem eru skráðir í alhliðapróf (fullkombinert) og ná einkunn á fjalli fara í sækihlutann í beinu framhaldi sama dag.

Þar sem prófað verður bæði í alhliðaprófi og heiðapróf mun það hafa áhrif á hópaskiptingar.

Fulltrúi HRFÍ verður Guðjóns S. Arinbjörnsson Prófið verður sett alla dagana á Blönduósi kl 9:00


Skráning í prófið:

Fuglahundadeild mun sjá um skráningu í prófið í samvinnu við HRFÍ.  Millifæra skal inn á reikning HRFÍ númer 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 eða hafa samband við skrifstofu HRFÍ  símleiðis í 588 5255 þar sem greitt er með því að gefa upp kortanúmer.


Nafn hunds þarf að koma fram í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og fuglahundadeildfhd@gmail.com. Greiða þarf þátttökugjald samtímis og skráð er í próf til að skráning verði gild.
Einnig þarf að senda staðfestingu á greiðslu félagsgjalda á hrfi@hrfi.is og fuglahundadeildfhd@gmail.com.



Veiðipróf einn dagur 8.000 kr.
Veiðipróf 2ja daga 11.900 kr.
Veiðipróf 3ja daga 15.900 kr.​


Við skráningu þarf að koma fram:
-Nafn eiganda
-Nafn hunds
-Ættbókarnúmer
-Nafn leiðanda
-Hvað flokk er skráð í
-Hvaða daga
-Hvort skráð er í alhliðapróf eða eingöngu heiðapróf
-Prófnúmer 502509



Vegleg verðlaun í Áfangafells prófi frá Dýrafóður / Belcando á íslandi. Allir bestu hundar hvorn dag föstu- og laugardag og í keppnis flokki á sunnudag fá stór glæsilega vinninga frá Dýrafóður / Belcando  nánari útlistun hér að neðan hægt er að smella á myndirnar til að fá lýsingu á vörunni: