Fuglahundadeild mynd 7
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 3310206 

Um helgina var haldið meginlandshundapróf

11.7.2017
Stækka mynd

Nú um helgina var haldin síðari hluti meginlandshundaprófs þar sem dæmt var eftir reglum SKF . Um sögulegan viðburð er að ræða þar sem þátttakendum í fyrsta meginlandshundaprófi á Íslandi gafst kostur á að ljúka síðari hlutanum, sem meðal annars felur í sér sækivinnu í vatni og spor. Þátttakendur í meginlandshundaprófinu voru fjórtán, en eftir sátu þrír hundar með einkunn í heiðavinnu og tókst þeim öllum að klára sækihlutann nú um helgina með einkunn.

Er þetta í fyrsta sinn á Íslandi sem haldið er ræktunarpróf þar sem meginlandshundar eru dæmdir miðað við ræktunarmarkmið og eiginleika hverrar tegundar fyrir sig. Með þessu prófi er verið að auka fjölbreytileika og koma til móts við félagsmenn sem eiga meginlandshunda með það í huga að fá fleiri þátttakendur í félagsstarfið. Almenn ánægja var með viðburðinn og ljóst að meginlandshundapróf geta aukið umsvif og starfsemi með fuglahunda undir merkjum HRFÍ. Dæmt var eftir sænkum reglum SKF.meira..

Úrslit sækiprófs FHD 9. júlí

10.7.2017
Stækka mynd

Glæsilegur seinni dagur sækiprófs FHD var haldinn í blíðskaparveðri. Dómari var Dag Teien frá Noregi og prófstjóri var Haukur Reynisson


meira..

Úrslit sækiprófs FHD 8. júlí

10.7.2017
Stækka mynd

Fyrri dagur sækiprófs FHD var haldinn  8. júlí. Þátttaka í prófinu var afar góð en 15 hundar voru skráðir í hefðbundið sækipróf og 3 hundar í síðari hluta meginlandshundaprófs SKF.


Alls voru 18 hundar skráðir til leiks og er athyglisvert að í fyrsta sinn tóku þátt hundar af sex mismunandi hundakynjum.

Dómari var Dag Teien frá Noregi og prófstjóri var Haukur Reynisson.


meira..

Sækipróf FHD 8 og 9 júlí

7.7.2017
Stækka mynd

Sækipróf FHD 8. og 9. júlí verður sett í Sólheimakoti kl 9:00 báða dagana.  

Fyrirlestur með Dag Teien

4.7.2017
Stækka mynd

Dag Teien mun halda fyrirlestur og fara í gegnum skorblað fyrir meginlandshundapróf eftir sænskum reglum föstudaginn 7. júlí kl. 17 í Sólheimakoti.meira..

Þátttökulisti sækiprófs

4.7.2017
Stækka mynd

Frábær skráning er í sækipróf um helgina en 17 hundar eru skráðir til leiks báða daga.

8.07
U.F

Rampen's Ubf Nina, Vorsteh
Rjúpnabrekku Black, Enskur setter
Sika ze Strazistských lesu, Pudelpointer 
Rjùpnabrekku Ary Bella, Enskur

Sameiginleg æfing FHD og Vorsteh fyrir sækipróf

2.7.2017
Stækka mynd


Æfing FHD og Vorsteh fyrir sækipróf verður mánudaginn 3. júlí.

Stefnum á spor og leita/sækja æfingu, hittumst við Sólheimakotsafleggjara  kl. 20:00.

Muna eftir  flugnaneti, flautu, taum, dummy eða bráð.

Sækipróf FHD prófað í UF og OF

28.6.2017
Stækka mynd


Samþykkt að prófað verður bæði í opnum flokki og unghundaflokki.


Fyrsta sækipróf sumarsins verður haldið helgina 8. og 9 .júlí á vegum FHD, prófað verður í UF og OF.

Minnum á skráningarfrest sem lýkur föstudaginn 30 .júní, á miðnætti. Dómari verður Dag Teien.

meira..

Deildarfundur FHD

28.6.2017
Stækka mynd

Fundur 4. júlí í Sólheimakoti kl. 21:00

Félögum í Fuglahundadeild er hér með boðið til fundar varðandi prófafyrirkomulag FHD 2018. Á fundinum gefst meðlimum í FHD kostur á að koma á framfæri væntingum sínum varðandi veiðiprófadagskránna.
Vonum að sem flestir félagar í FHD sjái

Umsókn um UF í sækiprófi FHD í júlí

27.6.2017
Stækka mynd

Vegna fjölda fyrirspurna og óska frá öðrum deildum hefur FHD óskað eftir því við stjórn HRFÍ að bæta við unghundaflokki í sækipróf FHD helgina 8. og 9. júlí. Vonumst við eftir svari fljótlega.

Nýjar myndir

Sýnishorn úr myndasafni númer 87
Myndasamkeppni FHD 2014

48 mynd(ir)

Sýnishorn úr myndasafni númer 86
Myndasamkeppni FHD 2013

43 mynd(ir)