Fuglahundadeild mynd 6
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 5095945

Um Fuglahundadeild


Fuglahundadeild

Fuglahundadeild HRFÍ var stofnuð árið 2006 með sameiningu Veiðihundadeildar HRFÍ, Deildar enska setans og Úrvalsdeildar HRFÍ. Markmið deildarinnar er að efla starfsemi og vinnu með standandi fuglahunda, upplýsa og miðla þekkingu á veiðieiginleikum einstakra hundakynja og viðurkenndum aðferðum við þjálfun þeirra.

Innan vébanda FHD eru allar tegundir í tegundarhópi 7 að undanskildum írskum setum og vorsteh, en sérstök deild var stofnuð um vorsteh hunda árið 2008.

Til þess að ná markmiðum sínum skal FHD:

• halda fyrirlestra og námskeið með viðurkenndum leiðbeinendum
• halda veiðipróf til að meta hæfni og getu hunda með tilliti til ræktunar
• halda viðurkenndar veiðikeppnir
• fylgjast með og upplýsa um veiðihundastarfsemi í öðrum löndum FCI

Stjórn HRFÍ setur ræktunardeildum starfsreglur.

Starfsreglur ræktunardeilda HRFÍ má nálgast hér.
Dagskrá veiðiprófa 2016 má nálgast hér. 

Netfang FHD : fuglahundadeildfhd@gmail.com


Sími HRFÍ: 588 5255        FAX HRFÍ: 588 5269        Tölvupóstur: hrfi@hrfi.is


Póstfang: Síðumúla 15, 105 Reykjavík

Nýjar myndir

Sýnishorn úr myndasafni númer 91
Hjarta

1 mynd(ir)

Sýnishorn úr myndasafni númer 87
Myndasamkeppni FHD 2014

48 mynd(ir)