Fuglahundadeild mynd 6
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 6926900

Fréttir


FHD varningur til sölu

11.4.2014
Stækka mynd
Á næstu viðburðum Fuglahundadeildar, opnum húsum, veiðiprófum o.s.frv. verður deildin með til sölu boli, húfur og hálsbönd merkt deildinni.  Þessi hágæðavarningur, sem er framleiddur úr ekta suður amerískum bómul og/eða kínversku silki hefur sannað gildi sitt í gegnum tíðina og verður enginn svikinn af varningnum.  Bolirnir fást í mörgum litum og einnig í kvennasniði.  Verðið kemur á óvart. 
Allur ágóði af væntanlegri sölu rennur beint til reksturs Fuglahundadeildar og eins og einhver mætur maður sagði, þá rekur batteríið sig ekki sjálft.  Hvetjum við félagsmenn og velunnara að styrkja deildina með því að versla þann varning sem í boði er.

Bolur                    2.000.- kr.
Derhúfa                1.500.- kr.
Hálsbönd              1.000.- kr.
Hundanammi stór 1.000.- kr.
Hundanammi lítill     500.- kr.

Nú er bara að skella sér í gírinn og  mæta á næstu viðburði.  Allir velkomnir.
Einnig er hægt ad senda póst á jon@aberandi.is og leggja inn pöntun.