Fuglahundadeild mynd 8
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7085129

Einkunnagjöf


Deila
Fuglahundadeild

Skráning prófa

Skýringar við skráningareyðublöð


Atriðisorðaskrá fyrir veiðihundapróf með fuglahunda.
A// Töluleg skráning á eyðublaði fyrir dæmingu á fuglahundum.
B// Töluleg skráning á veiðihæfni fuglahunda.
Orðskýringar fyrir umsagnir á prófum fyrir standandi fuglahunda.


Atriðisorðaskrá fyrir veiðihundapróf með fuglahunda

A// Töluleg skráning á eyðublaði fyrir dæmingu á fuglahundum.

Slepptími: Tími sem fuglahundarnir fá til vinnu í veiðilendum er skráður í mínútum. Skráningarblaðið hefur reit til að fylla í tímann í hverju sleppi. Samanlagður tími í veiðivinnu er skráður í aftasta dálk eyðublaðsins.

Eigin standar: Fjöldi tilvika sem hundur finnur fugl og stendur á hann í keppni við andstæðing skal skráður hér. Standar á eftirlegurjúpur (gjenliggere) eru ekki meðtaldir. Standur á eftirlegurjúpur er talinn með við mat á nákvæmni í standi. (Á þann hátt er gott verðlauna hund fyrir að finna eftirlegurjúpur).

Fælt upp: Skrá skal hve oft hundur fælir sjálfur upp rjúpur. Rjúpur sem fljúga upp þegar hundur er ekki nærri þeim eru ekki meðtaldar hér. Þá er ekki meðtalið ef rjúpur fljúga upp þegar hundur er í hvarfi.

Tómstandar: Fjöldi tilfella sem hundur tekur stand en rjúpa finnst ekki skal skráður.

Standar makkers / andstæðings: Skrá skal hér fjölda standa sem keppinautur tekur. Þar gilda um sömu reglur og við talningu á eigin stöndum.

Fælingar makkers / andstæðings: Skrá skal fjölda tilfells sem keppinautur fælir upp rjúpur.

B// Töluleg skráning á veiðihæfni fuglahunda.

Veiðihæfni fuglahunda er hér á eftir metin í sjö liðum og skal stigagjöf fara fram eftir að keppni lýkur. Tölurnar gefa til kynna hæfni hundsins hvað varðar viðkomandi þátt í veiðihæfni fuglahunds. Feitletruðu tölurnar eru bestu einkunnir fyrir viðkomandi þátt í fari fuglahunds. Hringur er dregin um þá einkunn - tölu, sem dómari telur hæfa hundinum fyrir hvern þátt í veiðihæfni.

Veiðigleði: Virkni, samfelldni, einbeitni og þol skal meta í þessum lið. Hækkandi skali 1 - 6.

Hraði: Mat á hraða í yfirferð hunds í veiðilendu. Hækkandi skali 1 - 6.

Stíll: Ásýnd yfirbragðs og hreyfinga hundsins í veiðilendu er metin. Hækkandi skali 1 - 6.

Sjálfstæði: Hæfni hunds til að leita og veiða sjálfstætt, óháð keppinaut, er metin. Hækkandi skali 1 - 6.

Fyrir fjóra framantöldu hæfileika fuglahunda er hæsta talan (6) til að undirstrika að því hæfari sem hundur er, því hærri einkunn á skalanum fær hundurinn. Þannig er t.d. fyrir stíl og sjálfstæði hæsta einkunn (6) eftirsóknarverðust. Munur er á einkunnagjöf fyrir 4 framantalda þætti í veiðihæfni og þeim þremur sem hér fylgja á eftir, þar sem einkunnin 4 er sú eftirsóknarverðasta.

Leitarbreidd: Hæfni og vilji hundsins til að fara langt til beggja handa við leiðanda. Einkunnir 1 - 6 gefa til kynna vaxandi breitt leitarsvæðis.

Skipulag leitar / leitarhæfni: Hæfni til að fullleita veiðilendu m.t.t. landslags og vinds. Einkunnir 1 - 6 gefa til kynna vaxandi yfirferð á leitarsvæði og aukið land milli leitarslaga.

Samvinna: Hæfni hundsins til að veiða og leita í samvinnu við leiðanda sinn. Einkunnir (1 - 6) gefa til kynna minnkandi samvinnu við leiðanda.

Einkunnagjöfin (1 - 6) fyrir þessa þrjá framantalda veiðiþætti er með þeim hætti, að hundur sem fer vítt um, langt út frá leiðanda og með miklu millibili á milli krussa og í litlum tenglum við leiðanda fær háa einkunn, en "skóburstari" sem liggur stöðugt nærri eiganda fer stutt, þétt á milli krussa og hefur sífellt samráð við leiðanda fær lága einkunn. Besta einkunn er 4, sem merkir að hundur fer nokkuð vítt og kembir svæði vel og skilur ekkert eftir en heldur samt sambandi við leiðanda sinn, en er sjálfstæður í vinnu sinni.

Fyrir eftirtalda veiðiþætti skal skrá fjölda tilfella sem hundur sýni viðkomandi þátt í veiði.

Nákvæmni í standi: Hér skal færa hæfni hunds til að standa á rjúpu, og meta hve nákvæmur hann er í standinum, þ.e. metin er fjarlægð í rjúpuna og stefna hundsins á hana. Metið er hvor standur er ónákvæmur, nokkuð nákvæmur eða hárnákvæmur og er þá miðað við möguleika leiðanda á að fella fugl sem hundur stendur á með haglaskoti. Standar á eftirlegurjúpur eru skráðir hér, en ekki undir liðnum eigin standar.

ATH. Alltaf þegar hundur tekur stand skal færa inn nákvæmni standsins undir þessum lið.

Reisir rjúpu (rekur upp): Skrá skal við öll tilfelli er hundur rekur upp rjúpur úr eigin standi og hve viljugur hundur er til að reisa. Meta skal vilja til að reka upp rjúpu í fjóra mismunandi flokka; neitar að reka upp, tregur til að reka upp, viljugur og rekur upp djarflega. Ef hundur tekur stand en rjúpa er ekki framundan, skal ekki skrá hér viðbrögð hans við skipun um að reka upp. Þó skal skrá ef hann neitar að reka upp, jafnvel þó ekki sé rjúpa framundan. Dómari leggur mat á hegðan hunda og hæfni út frá mikilvægi m.t.t. veiða eins og fyrr.

Heiðrun stands: Einungis þau tilvik þegar hundur tekur sjálfviljugur stand þá er hann sér keppinaut sinn í standi, skal skrá hér undir. Skrá skal einnig hér undir ef hundur fer framhjá keppinaut og stelur standi eða heiðrar hann ekki.

Sótt bráð: Skrá skal fjölda tilfella sem hundur sækir bráð og þegar hann gerir það ekki.

Hundur tilkynnir um rjúpu: Skrá skal fjölda tilfella sem hundur losar upp stand, kemur og sækir leiðanda sinn til að láta hann vita af rjúpu, en einnig skal skrá tilfelli þegar hundur er kallaður úr standi og hann leiðir síðan eiganda sinn þangað sem hann áður var á standi á rjúpu.

Hæfniseinkunn: Hér skal skrá hæfniseinkunn, en einnig skal skrá hana þar sem skrifleg umsögn er gefin um hæfni og frammistöðu hundsins.

Orðskýringar fyrir umsagnir á prófum fyrir standandi fuglahunda.

Sækir bráð (Apporterer): Hundur finnur og tekur fallna eða særða bráð í kjaftinn og skilar henni til leiðanda síns.

Sækir að (Antrekk): Hundur sækir upp í vind (eða í átt) að fugli sem hann veit um, til að taka stand á hann þegar hann hefur nálgast hann betur og veit nákvæmlega hvar hann er.

Nálgast (Avanse): Hundur fer úr standi og nálgast fugl til að taka öruggari og nákvæmari stand á hann. Meta verður hegðun hundsins til að skera úr um hvort hann Nálgast fugl eða er að Fæla upp.

Lyktarstandur / blindstandur (Blindstand): (andstæða sjónstands). Hundur stendur og bendi á fugl sem er í hvarfi.

Fuglafælni (Blinke): Hundur forðast vísvitandi rjúpur (fugl). Er greinilegast ef hundur yfirgefur svæði með rjúpu (fugli) eða fer aftur til leiðanda.

Fallsækir (Fallapport): Hundur hleypur fram til að sækja bráð er hún fellur, án leyfis frá leiðanda.

Leitar í ummerkjum (Fot eller beitefot): Þegar hundur gleymir sér við að lykta og leita þar sem lykt af fugli er á jörðunni.

Hangir á / lætur leiðast af makker (Henge / kontrollere): Þegar hundur er ósjálfstæður í leit og hangir á eftir makker eða á slóð hans.

Skotsækir (Knallapport): Þegar hundur stekkur fram til að sækja bráð við skot, án leyfi leiðanda.

Kúvendir (Kuvende): Þegar hundur í lok leitarslags snýr undan vindi en ekki upp í vind til að taka næsta leitarslag til baka þvert á vind. Hleypur þannig inn á svæði sem hann er búinn að fá lykt af í fyrri yfirferð.

Merkir lykt af fugli (Markere): Þegar hundur bregst við lykt af fugli, án þess að taka stand. Er algengt t.d. ef fugl situr uppi í tré og hundurinn finnur lyktina af honum, en getur ekki staðsett hann til að taka stand.

Kvikur / styggur (Lett fugl): Þegar fugl er styggur, ýmist hleypur undan hundinum eða flýgur upp án þess að hundur sé kominn nærri honum.

Eltir geltandi (Los): Þegar hundur eltir fugla geltandi.

Læsist (Låse sig): Hundur neitar að reka upp (reisa) fugl eða neitar að losa upp stand.

Eltir (Prelle): Hundur eltir fugla sem flýgur upp, hvort heldur hann fælir upp fugl, rekur hann upp eða ef fugl flýgur framhjá eða yfir hundinn í veiðilendu.

Tilkynnir (Rapport): Þegar hundurinn losar upp stand, fer til leiðanda síns og leiðir hann síðan aftur þangað sem hann var í standi.

Reisir (Reise fugl): Þegar hundur rekur upp fugl (rjúpu) svo leiðandi komi skoti á fuglinn.

Hringar (Ringe): Þegar hundur rekur ekki upp fugl samkvæmt skipun, en fer í hring út til hliða og að hluta til aftur fyrir eða til hliðar við fuglinn þar sem hann gjarnan tekur stand að nýju. Er óyggjandi merki um fuglafælni hundsins. Ekki alveg einhliða við túlkun og lýsingu, má gjarna lýsa svo: Við skipun um að reka upp fer hundurinn út til hliðar og tekur nýjan stand. Ef þetta hátterni er endurtekið við nýja skipun um að reka upp, er ástæða til að skrá það: Hundurinn veigrar sér við að reka upp fugla.

Smástússast (Rote): Þegar hundur gleymir sér í smámunum og lyktar lengi á litlu svæði. (sbr.: Leitar í ummerkjum).

Skot-rýkur / rýkur á skoti (Ruse): Þegar hundur æðir á eftir fugli þegar hleypt er af skoti.

Heiðrar stand (Sekundere): Þegar hundur tekur stand er hann sér annan hund (makker) í standi.

Fælir fugl (Stökk): Þegar hundur meðvitað eða óafvitað fælir upp fugl (rjúpu).

Viljandi fæling (Stöte): Þegar hundur greinilega fælir fugl upp meðvitað.

Standur (Stand): Þegar hundur stendur stífur og beindir nefinu á fugl (rjúpu) sem hann veit með vissu hvar er.

Sjónstandur: Hundur stendur og bendir á fugl sem hann greinilega sér. Hundur tekur sjónstand þegar hann sækir fram í átt að rjúpu sem hann sér og tekur síðan stand á hana þegar hann er í hæfilegri fjarlægð.

Stelur standi (Stjeler stand): Þegar hundur fer vísvitandi fram fyrir hund sem er í standi og tekur þar stand á fuglinn, eða hann kemur inn á makker sem greinilega er á standi og hundurinn sér augljóslega og fælir upp fyrir honum fuglana. Þannig stelur hann standi makkers sem fyrstur fann fuglinn og vanvirðir hans stand, hvort heldur hann er á standi eða tómstandi. Sérstaklega skal hafa í huga hvort hundurinn átti möguleika á að sjá stand makkers. Ekki má gera kröfu á að hundur heiðri stand, ef standur makkers er laus og ómarkviss.

Tryggir stand / Tryggir fugl (Spikre fugl): Hundur finnur fugl og tryggir festu fuglsins með hegðun sinni og standi. Er einnig notað ef hundur sækir að hlaupandi fugli og tryggir að hann stoppar með hegðun sinni og síðan standi.

Eftirleit / Leitar eftirlegu rjúpna (Utreder): Hundur leitar slóð sem rjúpa var á sem hann tók stand á, til þess að leita að eftirlegurjúpum.