25.3.2021
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður ársfundi Fuglahundadeildar frestað. Kynnum nýja dagsetningu um leið og færi gefst.
|
19.3.2021
Ársfundur Fuglahundadeildar verður haldinn á skrifstofu HRFÍ föstudaginn 9. apríl kl. 20:00.
Dagskrá:
Ársskýrsla Ársreikningur Heiðrun stigahæstu hunda ársins 2020 Kosning tengiliða ef þurfa þykir; Bracco Italiano,
|
18.3.2021
Í framhaldi af gildistöku nýrra veiðiprófsreglna mun fara fram kynning á reglunum sunnudaginn næstkomandi 21. mars kl. 10 í Sólheimakoti. Hvetjum alla til að koma og fræðast um veiðiprófin okkar. Skellum okkur svo á heiðina í framhaldinu og tökum létta æfingu.
|
3.3.2021
Veiðiprófið verður sett báða daganna í Sólheimakoti stundvíslegakl. 9. Við minnum á að leiðendur komimeð eigin rjúpu fyrir sóknarvinnu.Rjúpan má vera fersk, frosin, þiðin eða þurkuð. Dæmt verður eftir nýjum veiðiprófsreglum sem tóku í gildi s.l. 1. mars. FHD áréttar að öllum er velkomið að ganga
|
1.3.2021
Nýjar veiðiprófareglur fyrir standandi fuglahunda hafa verið samþykktar af stjórn HRFÍ og taka reglurnar gildi frá og með deginum í dag, 1. mars 2021 - lesa má tilkynninguna
|
1.3.2021
Frábær skráning í fyrsta veiðipróf FHD. Ef það vantar einhverja á listann sem telja sig hafa skráð sig í próf, vinsamlega sendi tölvupóst á viðaroa89@gmail.com og/eða jon@aberandi.is og látið vita.
|
25.2.2021
Veiðipróf FHD verður haldið helgina 6. – 7. mars. Prófið er gjarnan nefnt Ella-prófið í minningu Erlends heitins Jónssonar.
Skráningarfrest lýkur sunnudaginn 28. febrúar, á miðnætti.
Dómarar verða Pétur Alan Guðmundsson og Svafar Ragnarsson.
|
24.2.2021
Opið hús í Sólheimakoti sunnudaginn 28. febrúar
Fyrirlestur vikunnar er ekki af verri endanum, en Pétur Alan Guðmundsson fuglahundadómari leiðbeinir hvernig aktívi leiðandinn leiðir hunda sína á heiðaprófum allt frá byrjun í unghundaflokki, í opnum flokki, og upp í keppnisflokk auk þess
|
11.2.2021
Hér er um að ræða það lokaverk sem hefur verið sent til stjórnar HRFÍ þar sem breytingar eftir úrvinnslu nefndar á innsendum athugasemdum eru merktar sérstaklegar. |
3.2.2021
Stjórnir allra deilda í tegundahópi 7 hafa unnið að endurskoðun reglna til íslensks veiðimeistara. Hér getur að líta afrakstur þeirrar vinnu en reglurnar voru byggðar á reglum til veiðimeistara í Noregi.
Íslenskur veiðimeistari ISFtCh
Til að verða íslenskur veiðimeistari (ISFtCh) þarf hundur að hafa náð einu af eftirfarandi:
1x MS eða 2x vMS í KF eða 1. Einkunn í OF í Alhliðaprófi
Auk þess þarf hundur:
Að hafa náð 25 stigum samkvæmt stigatöflu hér að neðan.
Að hafa að lágmarki náð Very good á viðurkenndri hundasýningu eftir að hundurinn er orðinn fullra 24 mánaða.
Að vera örmerktur skv. reglum HRFÍ.
Stigatafla til útreikninga á stigum til íslensks veiðimeistara ISFtCh:
MS/vMS: 2 Stig
1. einkunn UF: 2 stig.
1. einkunn UF Alhliðapróf: 4 stig.
1.einkunn OF: 3 stig.
1.einkunn OF Alhliðapróf : 5 stig.
1.einkunn OF-S: 1stig
Keppnisflokkur KF: Sæti í KF gefa stig sem eru breytileg eftir fjölda hunda sem taka þátt hverju sinni skv. meðf. töflu: |
2.2.2021
Sunnudaginn 7. Febrúar ætlar Fræðslu- og göngunefnd FHD að hafa opið hús í Sólheimakoti. Húsið opnar kl 9 og það eru allir velkomnir. Óformlegt kaffispjall um hundana okkar verður þemað þennan sunnudaginn. Eftir létt spjall í kotinu verður förinni heitið upp á Mosfellsheiði þar sem við ætlum
|
|