Fuglahundadeild mynd 6
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 6812884

Fréttir


Áfangafell próf FHD í RVK- Úrslit

25.9.2023
Stækka mynd

Fuglahundadeild þakkar styrkaraðilum fyrir vinninga og styrki til deildarinnar sem gefur deildinni möguleika á að halda próf sem þetta.


Fyrsta degi “'Áfangafells profsins” er lokið með töluvert af fuglum og sènsum sem nokkrir hundar náðu að vinna vel úr. 

UF
Milla (Vorsteh) 1.einkunn og besti hundur prófs. 
Fannar (Enskur Setter)3.eikunn. 
Dómari Kalle Stolt 

OF 
Orka (Enskur Setter) 1.einkunn og besti hundur prófs
Ariel (Strýhærður Vorsteh) 2.einkunn
Dómari Kjartan Lindbøl

FHD óskar öllum einkunnarhöfum til hamingju með árangurinn og þátttakendum, dómurum og starfsfólki þökkum við fyrir flottann dag á heiðinni.


meira..

Úrslit dagur 1 í haustprófi FHD

23.9.2023
Stækka mynd

Fyrsta degi Haustprófs FHD er lokið með töluvert af fuglum og sènsum sem nokkrir hundar náðu að vinna vel úr. Virkilega skemmtilegur dagur og þátttakendur almennt ánægðir.

UF
Milla (Vorsteh) 1.einkunn og besti hundur prófs.
Fannar (Enskur Setter)3.eikunn.
Dómari Kalle Stolt

OF

Þátttökulisti haustpróf FHD

19.9.2023
Stækka mynd

Hér er þátttökulisti í haustprófi FHD endilegar látið prófstjóra vita ef upplýsingar eru ekki réttar. 

Alhliða- og heiðapróf FHD

6.9.2023
Stækka mynd

Veiðipróf Fuglahundadeildar, verður haldið 22-24. september. Prófið verður haldið í nágrenni við Reykjavík að þessu sinni og verður því eina haustprófið sunnan heiða þetta árið.

Þrír dómarar dæma prófið. Þeir eru Kalle Stolt, Kjartan Lindböl og Unnur Unnsteinsdóttir. Þeir hundar í UF og OF sem eru skráðir í alhliðapróf (fullkombinert) og ná einkunn á fjalli fara í sækihlutann í beinu framhaldi sama dag.
Þar sem prófað verður bæði í alhliðaprófi og heiðapróf mun það hafa áhrif á hópaskiptingar.
Prófið verður sett alla dagana við Sólheimakot kl 9:00 nema annað verði auglýst.


Fulltrúar HRFÍ verða Unnur Unnsteinsdóttir og Guðjón Arinbjörnsson. 

Dagskrá:
22. sept. verða prófaðir UF/OF ásamt alhliða(fullkombinert), Kalle Stolt, Kjartan Lindbol og Unnur Unnsteinsdóttir.
23. sept. verða prófaðir UF/OF ásamt alhliða(fullkombinert), Kalle Stolt, Kjartan Lindbol  og Unnur Unnsteinsdóttir.
24. sept. verða prófað KF, dómarar Kalle Stolt og Guðjón Arinbjörnsson.

Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í unghunda- og opnum flokki báða dagana auk verðlauna fyrir sæti í keppnisflokki.

Deildin mun einungis leggja til máv fyrir sækihluta prófs. Þeir þátttakendur sem óska eftir máv vinsamlegast látið prófstjóra vita. Aðra bráð verða leiðendur að útvega sjálfir.
Vakin er athygli að sauðfé gæti verið á svæðinu en smalað verður á heiðinni dagana á undan prófinu.

Skráning í prófið:
Á Skrifstofu HRFÍ eða símleiðis í 588 5255 þar sem greitt er með því að gefa upp kortanúmer.
Einnig er hægt að millifæra á HRFI á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófnúmer í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og fuglahundadeildfhd@gmail.com

Veiðipróf einn dagur 7.100
Veiðipróf 2ja daga 10.600
Veiðipróf 3ja daga 14.100

Við skráningu þarf að koma fram:
-Nafn eiganda
-Nafn hunds
-Ættbókarnúmer
-Nafn leiðanda
-Hvað flokk er skráð í
-Hvaða daga
-Hvort skráð er í alhliðapróf eða eingöngu heiðapróf
-Prófnúmer 502310


Skráningarfrestur rennur út á miðnætti mánudaginn 18. september næstkomandi.
Frekari upplýsingar gefur prófstjórar Arna Ólafsdóttir GSM 867-1740 og Særós Stefánsdóttir 692-5013

Styrktaraðilar prófs eru Petis hráfóður og Vetplus fæðubótarefni.

meira..

Sækipróf FHD 22-23. júlí - Ráslisti

21.7.2023
Stækka mynd

Góð skráning er í sækipróf um helgina en 16-17 hundar eru skráðir til leiks báða daga. Við hlökkum til að sjá ykkur, ráslisti er birtur hér að neðan.

Prófað er eftir norskum sækiprófsreglum og sænsku meginlandshundaprófsreglum SKF.

Prófið verður sett kl: 9:00 báða daga á bílastæðinu til móts við flotbryggjuna, við suðausturhluta Hafravatns (sjá mynd). Endilega munið eftir kaffibrúsum, nesti og bráð.

Deildin skaffar máva fyrir þá sem óska þess, nauðsynlegt er að láta vita með því senda á Hauk Reynisson eða fuglahundadeildfhd@gmail.com

Þátttakendur þurfa að hafa bráð með sér í prófið (meginlandshundapróf SKF/ norska sækiprófið) eða útbúa dummy eftir nýjum reglum (dummy eingöngu í prófi eftir norskum reglum ), sjá reglur hér fyrir neðan þar um. Þurfi þátttakendur bráð skulu þeir snúa sér til prófstjóra áður en próf er sett. Hægt er að nota alla löglega veidda fugla á Íslandi sem bráð. FHD skaffar máva fyrir þá sem vilja.

Dómari: Dag Teien
Fulltrúi HRFÍ: Guðni Stefánsson
Prófstjórar: Kristín Jónasdóttir og Haukur Reynisson
Prófnúmer: 502307


Styrktaraðilar prófs eru Petis hráfóður og Vetplus fæðubótarefni.

Sækipróf FHD 22-23 júlí

11.7.2023
Stækka mynd

Skráning er hafin í sækipróf Fuglahundadeildar sem fram fer dagana 22.-23. júlí n.k. þar sem boðið verður upp á UF, OF og EL báða daga. Þátttakendum stendur til boða að taka þátt í hefðbundnu sækiprófi samkvæmt norsk/íslenskum reglum eða eftir reglum fyrir meginlandshunda.

Æfing fyrir sækipróf á þriðjudaginn

21.6.2023
Stækka mynd

Sameiginlega æfing Vorstehdeildar, FHD og DESÍ verður á þriðjudaginn kl 19. Hittumst við Hafravatn austan megin og æfum saman. Munið að mæta með bráð eða dummy. Allir velkomnir.

Æfing fyrir sækipróf

12.6.2023
Stækka mynd

Sameiginlega æfing Vorstehdeildar, FHD og DESÍ verður á morgun kl 19. Hittumst við Sólheimakotsafleggjara og æfum saman. Planið er að æfa leita og sækja á morgun munið að mæta með bráð eða dummy. Allir velkomnir og við munum hjálpast að.


Vorstehdeild, FHD og DESÍ

Sýningarþjálfun FHD

24.5.2023
Stækka mynd

Arna Diljá og Bjarni hafa tekið að sér sýningarþjálfun fyrir FHD. Frábært framtak hjá þeim og stjórn FHD þakkar þeim kærlega fyrir.


Sýningarþjálfunin verður á Víðistaðartúni sunnudaginn 4. júní kl. 19
Skipt verður í tvo hópa, minna og meira vanir.

Allar

Stig til Veiðimeistara árið 2022

22.5.2023
Stækka mynd

Hér fyrir neðan má til gamans sjá samantekt yfir allar tegundir í grúppu 7 á stigum til Veiðimeistara eftir norskum reglum sem tóku gildi á Íslandi árið 2019. Gott væri að fá ábendingar ef eitthvað hefur misfarist eða ef hund vantar á samantektina.


Hæst af stigum er Kaldbaks Orka, Enskur Setter. 
Eyþór og Kaldbaks Orka á góðum degi

meira..

Stigahæstu hundar FHD árið 2022 á veiðiprófum

22.5.2023
Stækka mynd

Stigahæstu hundar Fuglahundadeildar árið 2022 á veiðiprófum.

Samantektin á stigum yfir árangur er tekin saman eftir stigagjöf Fuglahundadeildar sem hafa verið í gildi frá 2016.

Fuglahundadeild óskar leiðendum og eigendum til hamingju með árangurinn.

meira..

12345678910...