Fuglahundadeild mynd 9
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 4751121

Fréttir


Minnum á sæki-/meginl.hundpróf FHD 27. og 28. júlí

12.7.2019
Stækka mynd
Nú er skráning í fullum gangi fyrir sækipróf FHD en prófið fer fram dagana 27. og 28. júlí næstkomandi. 

Boðið verður upp á UF og OF báða daga þar sem val er um að taka þátt í hefðbundnu sækiprófi eða eftir reglum fyrir meginlandshunda. 
Þar sem þetta er eina sækiprófið á árinu þar sem boðið er upp á að taka þátt í meginlandshundaprófi hvetjum við alla sem hafa áhuga á að skrá sig í prófið. 

Prófstjóri er Haukur Reynisson og dómari Patrik Sjöström.
Patrik byrjaði að þjálfa og veiða með hundum 1984 og byrjaði hann einnig að taka þátt í sækiprófum með meginlandshunda á sama tíma. Hann hefur ræktað hunda síðan árið 2000, Strýhærða Vorsteh og síðan snögghærða Vorsteh hunda ásamt konu sinni og heitir kennelið Trubadurens Kennel.

Patrik hefur verið virkur meðlimur í SVK síðastliðin 30 ár og dómari síðan 2007. Hann hefur dæmt í Svíþjóð, Ítalíu, Hollandi, Belgíu og á Íslandi ásamt því að hafa margoft leitt sænska landsliðið. Patrik kom til Íslands árið 2017 og dæmdi þá fyrir okkur sækipróf og fögnum við því að fá slíkan reynslubolta til að koma til okkar á nýjan leik. 

Skráningarfrestur er til miðnættis þann 20.júlí.

Skrifstofa HRFÍ opnar nú eftir helgi en hægt er skrá sig símleiðis í s.588 5255 þar sem greitt er með símgreiðslu.  
Einnig er hægt að millifæra á HRFI á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófsnúmer í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og fuglahundadeildfhd@gmail.com


Veiðipróf einn dagur  5.700 kr.
Veiðipróf 2ja daga 8.600 kr.

Við skráningu þarf að koma fram:

Nafn eiganda
Nafn hunds
Ættbókanúmer
Nafn leiðanda
Hvort skráð er í hefðbundið sækipróf eða meginlandshundapróf en fyrir þá sem vilja er hægt að skrá sig annan daginn í hefðbundið próf og hinn daginn í meginlandshundapróf. 

Boðið verður upp á máv sem bráð í prófinu fyrir þá sem vilja. 

Fyrir þá sem vilja kynna sér reglur fyrir meginlandshundapróf má nálgast þær hér 

Stigagjöf FHD gildir fyrir öll próf FHD hvort sem um er að ræða heiðapróf eða sækipróf sjá nánar auglýsingu hér


Hlökkum til að sjá sem flesta!