Fuglahundadeild mynd 1
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 5061133

Fréttir


Royal Canin Áfangafellsprófið

13.9.2019
Stækka mynd
Stærsta próf Fuglahundadeildar, Áfangafellsprófið, verður haldið 20-22. september. Prófið er haldið að venju á Auðkúluheiði.

Þrír norskir dómarar dæma prófið og verða kynntir hér á síðunni á næstu dögum. Þeir eru Gunnar Gundersen, Bard Johansen og Dagfin Fagermo. Allir eru þeir íslandi kunnugir og hafa dæmt próf hér á landi áður.
Í fyrsta skipti verður haldið alhliða(fullkombinert) próf tvo daga föstudag og laugardag. Þeir hundar í UF og OF sem eru skráðir í alhliðapróf (fullkombinert) og ná einkunn á fjalli fara í sækihlutann í beinu framhaldi sama dag.
Prófið verður sett alla dagana í Glaðheimum á Blönduósi kl 8:00

Dagskrá:
20. sept. verða prófaðir UF/OF og KF, alhliða(fullkombinert)
21. sept. verða prófaðir UF/OF og KF, alhliða(fullkombinert)
22. sept. verða prófaðir UF/OF og KF


Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í unghunda- og opnum flokki alla dagana auk verðlauna fyrir sæti í keppnisflokki.
Deildin mun einungis leggja til máv fyrir sækihlutan. Aðra bráð verða leiðendur að útvega sjálfir.
Vakin er athygli að sauðfé gæti verið á svæðinu en smalað verður á heiðinni dagana á undan prófinu.

Gisting:
Þeir sem vilja geta haft samband við Lárus í Glaðheimum til að bóka gistingu:
gladheimar@simnet.is
Sími 820 1300

Skráning í prófið:
Á Skrifstofu HRFÍ eða símleiðis í s.588 5255 þar sem greitt er með símgreiðslu.
Einnig er hægt að millifæra á HRFI á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófsnúmer í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og fuglahundadeildfhd@gmail.com

Veiðipróf einn dagur 5.700
Veiðipróf 2ja daga 8.600
Veiðipróf 3ja daga 11.400


Við skráningu þarf að koma fram:
Nafn eiganda
Nafn hunds
Ættbókarnúmer
Nafn leiðanda
Hvað flokk er skráð í
Hvaða daga
Hvort skráð er í alhliðapróf eða eingöngu heiðapróf
Prófnúmer 501910.

Skráningarfrestur rennur út á miðnætti mánudaginn 16. september.
Frekari upplýsingar gefur prófstjóri Haukur Reynisson 8960685 thr.crew@icelandair.is