Fuglahundadeild mynd 3
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 5465829

Fréttir


Stóra Royal Canin prófíð í Áfangafelli

8.9.2020
Stækka mynd
Stærsta próf Fuglahundadeildar, Áfangafellsprófið, verður haldið 18-20. september. Prófið er haldið að venju á Auðkúluheiði.

Þrír dómarar dæma prófið. Þeir eru Guðjón Arinbjörnsson, Svafar Ragnarsson og Unnur Unnsteinsdóttir. Einnig verður Einar Örn Rafnsson dómaranemi. Í fyrra var í fyrsta skipti haldið alhliðapróf(fullkombinert) og við munum endurtaka það í ár, fyrri tvo dagana föstudag og laugardag. Þeir hundar í UF og OF sem eru skráðir í alhliðapróf (fullkombinert) og ná einkunn á fjalli fara í sækihlutann í beinu framhaldi sama dag.

Prófið verður sett alla dagana á Hótel Húna  kl 8:00

Dagskrá:

18. sept. verða prófaðir UF/OF tvö blönduð partý, alhliða(fullkombinert)

19. sept. verða prófaðir UF/OF tvö blönduð partý, alhliða(fullkombinert)

20. sept. verður KF


Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í unghunda- og opnum flokki báða dagana auk verðlauna fyrir sæti í keppnisflokki á sunnudegi

Deildin mun einungis leggja til máv fyrir sækihlutan. Aðra bráð verða leiðendur að útvega sjálfir.

Vakin er athygli að sauðfé gæti verið á svæðinu en smalað verður á heiðinni dagana á undan prófinu.Skráning í prófið:

Á Skrifstofu HRFÍ eða símleiðis í s.588 5255 þar sem greitt er með því að gefa upp kortanúmer.

Einnig er hægt að millifæra á HRFI á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófnúmer í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og fuglahundadeildfhd@gmail.comVeiðipróf einn dagur 6.400

Veiðipróf 2ja daga 9.600

Veiðipróf 3ja daga 12.700

Við skráningu þarf að koma fram:

Nafn eiganda

Nafn hunds

Ættbókarnúmer

Nafn leiðanda

Hvað flokk er skráð í

Hvaða daga

Hvort skráð er í alhliðapróf eða eingöngu heiðapróf

Prófnúmer 502004

Gisting:

Tilboð í gistingu frá Hotel Huni

Tilboðið miðast við 3 nætur og er verð per herbergi. Morgunverður er innifalinn sem og aðgangur að sundlaug, heitum potti og íþróttahúsi frá miðjum degi á föstudegi til seininipart sunnudags.

2ja manna herbergi með sameiginlegu baði kr. 28000
2ja manna herbergi með sérbaðherbergi kr. 40000
1 manns herbergi með sameiginlegu baði kr. 20000

Verð fyrir kvöldmat:
1 rétta kvöldverður kr. 2900 per mann
2ja rétta kvöldverður kr. 3900 per mann
3ja rétta kvöldverður kr. 4900 per mann

Viðbótarupplýsingar um gistingu frá Gyðu staðarhaldara:

Við munum einnig hafa aðgang að stórum ískáp fyrir hópinn.

Varðandi nesti. Það er alveg velkomið að fólk smyrji sér sjálft af morgunverðaborðinu. Er svo með köku, djús og súkkulaði ef fólk vill taka með líka. Ég er ekkert voða rík af kaffibrúsum ( með 3 held ég og svo stóra könnu) en ekkert mál að fólk taki kaffi/te með, þannig kannski ekki verra að einhverjir taki með brúsa.

Verð með kjötsúpu og heimabakað brauð á fimmtudagskvöldinu, ef einhverji vilja á kr. 1700 og opið til klukkan 23 í mat, ef einhverjir eru að koma seint í hús.
Þeir sem vilja geta haft samband við:

Gyða Sigríður á Hótel Húni sjá tilboð fyrir neðan síminn hjá henni er
691-2207 / 519-4660 e-mail: gyda@hotelhuni.com

Einnig Lárus í Glaðheimum til að bóka gistingu:
gladheimar@simnet.is
Sími 820 1300

Skráningarfrestur rennur út á miðnætti mánudaginn 14. september.
Frekari upplýsingar gefur prófstjóri Haukur Reynisson 8960685 thr.crew@icelandair.is