Fuglahundadeild mynd 2
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 6809761

Fréttir


Meginlandshundapróf 22. & 23. Apríl 2023

10.4.2023
Stækka mynd

Framlengdur Skráningafrestur í prófið til og með 20. apríl.  nk.

Hafið samband við prófstjóra í síma: 660-2843 með skráningu.

Meginlandshunda heiðapróf verður haldið helgina 22. og 23. apríl nk.  og mun Patrik Sjöström dæma prófið. Prófað verður í UF og OF.

Prófsetning verður kl: 9:00 í Sólheimakoti.

Dómari: Patrik Sjöström

Prófstjórar: Atli Ómarsson og Sigrún Hulda Jónsdóttir.

Prófslit verða í Sólheimakoti.

Patrik byrjaði að þjálfa og veiða með hundum 1984. Einnig byrjaði að hann taka þátt í sækiprófum með meginlandshunda á sama tíma. Hann hefur ræktað hunda síðan árið 2000, Strýhærða Vorsteh og síðan snögghærða Vorsteh hunda ásamt konu sinni og heitir kennelið Trubadurens Kennel. Patrik hefur verið virkur meðlimur í SVK rúm þrjátíu ár og dómari síðan 2007. Hann hefur dæmt í Svíþjóð, Ítalíu, Hollandi og Belgíu. Patrik hefur oft leitt sænska landsliðið. Patrik hefur komið nokkuð oft til Íslands til að dæma hjá FHD.

Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ þar sem hægt er að skrá sig símleiðis s:588 5255 og greiða með símgreiðslu. Einnig er hægt að millifæra inn á reikning HRFÍ númer 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249.

Ef greitt er með millifærslu þarf að koma fram nafn hunds í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og fuglahundadeildfhd@gmail.com.

Í tölvupóstinum þarf að koma fram:

Nafn eiganda

Nafn hunds

Ættbókanúmer

Nafn leiðanda

Prófnúmer:502304

Tilgreina þarf hvaða daga verið er að skrá í próf og í hvaða flokk,  UF eða OF.

SKRÁNING ER TIL OG MEÐ 16. APRÍL


Verðskrá veiðiprófs:

Veiðipróf einn dagur 7.100

Veiðipróf 2ja daga 10.600

Styrktaraðilar prófs eru: Mín áskrift sem er í samstarfi við Kjötvinnslu Skagfirðinga um sölu á gæða hráfæðinu frá Petis.   Sjá: https://minaskrift.is/vorur/petis-hrafaedi/