Fuglahundadeild mynd 2
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 8118338

Fréttir


Fyrri dagur meginlandshundaprófs 14. okt

16.10.2023
Stækka mynd
Fyrri dagur meginlandshundaprófs Fuglahundadeildar var haldið í dag við krefjandi aðstæður í Skálafelli, mikill fugl, lítill (enginn á köflum) vindur og þungt færi.

Átta af níu skráðum hundum mættu til leiks og prófað var í þremur flokkum byrjenda, opnum og elitu. Dómari var Patrik Sjöström frá Svíþjóð.

Eftirfarandi árangur náðist í dag

Byrjendaflokkur:
Solo (Korthals Griffon): heiði 5, sókn 5 (besti hundur í Byrjendaflokki)

Opinn flokkur:
Móa (Weimaraner): heiði 6, sókn 10 (besti hundur í Opnum flokki)
2. einkunn Meginlandshundaprófi

Mýra (Pudelpointer): heiði 6, sókn 10
2. einkunn Meginlandshundaprófi

Elitu flokkur:
Rex (Korthals Griffon): heiði 5, sókn 10 (besti hundur í Elítu flokki)






Fuglahundadeild óskar eigendum hunda með árangur innilega til hamingju og þakkar vel heppnaðan dag.

Styrktaraðilar frá þakkir fyrir að styrkja starfið og gera þannig kleift að halda flott próf:
Petis, Vetplus, J.P og B, Orion vefsmiðja