Fuglahundadeild mynd 16
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 6809703

Fréttir


Alþjóðleg Hundasýning HRFÍ helgina 3-4 mars úrslit

6.3.2007
Stækka mynd
Óhætt er að segja að Grúppu 7 hundum hafi gengið vel á nýafstaðinni sýningu. Að bestu vitund heimasíðustjóra þá hlutu allir hundar í grúppu 7 1. einkunn og ekki úr vegi að tíunda einkunnir nokkra hunda úr okkar hópi sem hlutu góða dóma.

Hjá enskum setum hlaut Snjófjalla Susý Q 1. einkunn og Cacib, einnig hlaut hin bráðefnilega Snjófjalla Dís 1. einkunn.

Gordon setinn Ýmir hlaut 1. einkunn og 1. sæti í ungliðaflokki.

Fimm Pointerar voru sýndir þar af þrír í hvolpaflokki. Vatnsenda Orka og Vatnsenda Æsa hlutu báðar 1.einkunn en Orka hlaut einnig íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Hvolparnir þrír sem sýndir voru fengu allir heiðursverðlaun. Vatnsenda Vera fór í úrslit í hvolpaflokki og var valin besti hvolpur sýningar í yngri flokk.

Margir fallegir Vorsteh hundar voru sýndir og þótti dómara Óðinn bera af rökkum og hlaut Óðinn Cacib, setti Esjugrundar Sprett í annað og Ljóssins Abel í þriðja. Af tíkum dæmdi dómari Ljóssins Diljá í fyrsta sæti með ísl. meistarastig og Cacib, Töfra Heklu í annað og Gæfu Berettur í Þriðja. Ljóssins Diljá var valin besti hundur tegundar BHT-1 og varð í öðru sæti í grúppu 7. Þá voru þrír Vorsteh hvolpar sýndir þau Nagli, Úa og Lína. Nagli var valinn besti hvolpur tegundar. Í öldungaflokki hlaut Gæfu Beretta 1. einkunn og valin fjórði besti öldungur sýningar.

Vizslan Jarðar Alex var valinn besti hundur tegundarBHT-1 með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig og hlaut jafnframt 3 sætið í grúppu 7. Einnig hlaut Jarðar Fífa 1. einkunn með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig.

Weimaraner tíkin Mest fékk heiðursverðlaun og varð annar besti hvolpur sýningar í eldri flokk.

Annars voru úrslit í grúppu 7 þessi:

1. Írskur seti Ardbraccan Hallmark

2. Vorsteh Ljóssins Diljá

3. Vizsla Jarðar Alex

4. Enskur seti Eðal Hegri

Stjórn FHD óska öllum til hamingju með árangurinn