Fuglahundadeild mynd 9
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7103500

Fréttir


Björn Watle

26.5.2009
Stækka mynd
Björn Watle.
Norðmaðurinn Björn Watle hefur frá unga aldri rekið með bróður sínum Per Arne, Vigdaætta's ræktunina sem er ein farsælasta ræktun enskra seta í Noregi frá stríðslokum. Þeir bræður eru 3. ættliðurinn sem standa að þessari ræktun, en hún getur státað af fimm Noregsmeisturum.

Björn var formaður ræktunarráðs NESK í 5 ár og á sama tíma varaformaður í aðalstjórn NESK. Hann hefur hlotið gullmerki NESK. Hann er með réttindi fuglahundadómara frá árinu 1986 og hefur dæmt víða á Norðurlöndum.

Björn er virkur í prófum og tekur þátt í þeim mörgum á ári. Hann hefur átt Noregsmeistara í tvígang í einstaklingskeppni og 5 sinnum verið í vinningsliði á NM liðakeppni, 4 sinnum í silfur, einu sinni í brons og oft 4., 5. og 6. sæti. Í unghunda Derbyinu hefur hann verið í tvígang í 3. sæti, einu sinni í 4. sæti og einu sinni í 5. sæti.