Fuglahundadeild mynd 10
Leita á vefsíðu

Póstlisti
Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 5049340

Fræðslu-, skemmti- og göngunefnd

1. Fræðslu-, skemmti og gönguefnd starfar í umboði stjórnar FHD sem skipar í nefndina. Verkefni fræðslu-, skemmti- og göngunefndar eru þessi:

a. Að annast um fræðslu til meðlima deildarinnar um þjálfun og fuglaveiðar með veiðihundum. Sérstaka áherslu ber að leggja á að vekja áhuga nýliða á þjálfun og veiðum með fuglahundum.
b. Að skipuleggja og hafa umsjón með “opnum húsum” í Sólheimakoti á vegum deildarinnar.
c. Að skipuleggja og manna þjálfunargöngur á vegum FHD, gjarnan í tengslum við “opin hús” í Sólheimakoti.
d. Sérstaka áherslu ber nefndinni að leggja á að þátttöku nýliða í slíkum göngum.
e. Að auglýsa þjálfunargöngur á heimasíðu deildarinnar og vekja aðra þá athygli á málefninu sem nefndin telur nauðsynlega til þess að stuðla að aukinni nýliðun í íþróttinni.
f. Að gera tillögur um gerð og birtingu fræðsluefnis um þjálfun og veiðar með fuglahundum eftir því sem við á, sem og að stuðla að bættri þekkingu í íþróttinni, t.d. með því að halda fyrirlestra með innlendum og erlendum sérfræðingum á þessu sviði.
g. Að standa fyrir og hafa umsjón með uppákomum og skemmtunum á vegum FHD, svo sem þorrablótum, grillveislum og öðrum slíkum viðburðum.