|
19.10.2025
Þá er degi 2 lokið í MH prófi Fuglahundadeildar. Prófið var haldið á Mosfellsheiði fyrir ofan Laxnes í frábæru veðri og nokkuð var af fugli.
Fuglahundadeild óskar þátttakendum innilega til hamingju með árangurinn og þakkar jafnframt Dýrafóðri/Belcando fyrir stuðninginn.
|
|
19.10.2025
Það var gott veður og nánast logn í allan dag sem er kannski ekki alveg það besta í veiðiprófi en fór samt vel með þátttakendur :-). Tvær einkunir náðust í dag.
|
|
14.10.2025
Frábært skráning er í Meginlandshundapróf Fuglahundadeildar og spennandi verður að sjá hvernig gengur um helgina.
Dómari Uli Weiser Prófstjóri Arna Ólafsdóttir
|
|
12.10.2025
Minnum á skráningarfrest í síðasta próf ársins Meginlandshundapróf FHD helgina 18-19 október.
|
|
2.10.2025
Meginlandshunda-heiðapróf verður haldið helgina 18. og 19. október nk. og mun Uli Wieser dæma prófið. Prófað verður í UF/Byrjenda, OF og EL báða dagana.
Veljið HÉR fyrir dómarakynningu Uli Wieser
|
|
21.9.2025
Mikil spenna var í keppnisflokki. Í lokinn voru það þrír hundar sem fóru yfir í 3 umferð. Fyrir 3 umferð var Milla með fuglavinnu án reisningar. En Míró og Tóró ekki með fuglavinnu. Tóró datt síðan út og voru þá Míró og Milla en eftir þegar um 10 mínútur voru eftir.
Mikið var af fugli þegar þarna var komið og veður vont með slyddu og nokkrum vindi og var því fuglinn styggur og mikið á flugið fram og til baka. En á loka metrunum náði Míró fuglavinnu með reisningu.
Var því niðurstaða dómarana eftirfarandi
|
|
21.9.2025
Veðrið tóka vel á móti hópnum á laugardagsmorgni. Léttskýjað og hægur norðan andvari. Örjan Alm dæmdi hóp 1 með 3 OF hundum og 2 UF hundum. Daniel Östensen dæmdi síðan 4 OF hunda.
|
|
19.9.2025
Frábær fyrsti dagur var að klárast í Áfangafellsprófi Fuglahundadeildar. Hægur norðan vindur var og léttskýjað og því góð skilyrði til prófs. |
|
18.9.2025
Prófið verður sett alla dagana kl 9:00 við hús Nr. 23 í Glaðheimum við Blönduós. Planið er að borða saman á BS á föstudagskvöldið. Arna mun búa til grúppu á eftir til að kanna þátttöku í kvöldmatnum. |
|
17.9.2025
Belcando Orkuviðbót - INSTANT ENERGY 500gr í öll verðlaunasæti.
Smellið á myndina til að lesa nánar
|