Fuglahundadeild mynd 6
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7735896

Fréttir


Kaldaprófið 6. - 8. maí

22.4.2016
Stækka mynd
DÝRHEIMAR



Nú styttist óðum í hápunkt vorprófa FHD Kaldaprófið sem hefur verið gríðarlega vinsælt frá því það hóf fyrst göngu sína árið 2009. Prófið hefur verið rómað fyrir skemmtileg prófsvæði á norðlensku heiðunum við Eyjafjörðinn þar sem yfirleitt hefur verið töluvert magn af fugli og mikil stemmning meðal manna og hunda.

Kaldaprófið verður haldið dagana 6.- 8. maí
og er skráningarfrestur til miðnættis miðvikudaginn 27. apríl


Dómarar prófsins verða fjórir, þeir Odd Harald Sorbøen frá Noregi (kynning væntanleg), Iver Svare frá Noregi (kynning væntanleg), Svafar Ragnarsson og Egill Bergmann sem jafnframt er fulltrúi HRFÍ í prófinu.

Stefnt er að því að hafa eftirfarandi fyrirkomulag á prófinu með fyrirvara um breytingar:

Föstudagur: Unghundaflokkur og opinn flokkur.
Erlendir dómara dæma.

Laugardagur: Unghundaflokkur, opinn flokkur og keppnisflokkur.
Erlendir dómarar dæma unghunda- og opinn flokk. Íslenskir dómarar dæma keppnisflokk.

Sunnudagur: Blandaður hópur uf/of og keppnisflokkur.
Íslenskur dómari dæmir blandaðan hóp. Erlendir dómarar dæma keppnisflokk.








Á föstudagskvöldinu að loknu prófi verður hamborgaraveisla í boði Melabúðarinnar.
Á laugardagskvöldin verður svo sameiginleg villibráðaveisla.

Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í unghunda- og opnum flokki alla dagana auk verðlauna fyrir sæti í keppnisflokki.
Þar að auki er í hverju Kaldaprófi veittur farandgripurinn Karra Kaldinn sem er stórglæsilegur rjúpna karri en hann var fyrst gefinn árið 2011 af þeim Hrafni og Danda, sem eru norðlenskar goðsagnir í fuglahundasportinu.
Í fyrra var það Enski setinn Háfjalla Aska sem vann Karrann eftirsótta.




Reglurnar um Karra Kaldann eru eftirfarandi:
Keppt er um Karra Kalda í UF og OF og gilda stigin fyrir föstudag og laugardag en gripurinn er afhentur þeim stigahæsta á laugardagskvöldið.

Sú breyting hefur orðið á að stóra húsið að Ytri Vík verður ekki tekið á leigu heldur hefur deildin tekið á leigu minni húsin ásamt glæsilegum sal með eldhúsi fyrir sameiginlegan kvöldverð á laugardag. Fyrirkomulagið er til reynslu en með því þurfa viðstaddir ekki að sjá um frágang eftir matinn á laugardagskvöldið og eru allir í sér húsum þar sem ekki þarf að hafa áhyggjur af svefnskorti. Deildin er jafnframt búin að tryggja gistingu í nágrenninu ef vantar. Ferðin í salinn tekur um 5 mínútur með rútu og ætlar matreiðslumaðurinn Óskar Hafsteinn að sjá um villibráðaveisluna.
Bústaðirnir eru 4-6 manna og eru þeir með allt að tveimur herbergjum (sumir með svefnlofti), eldhúsi og stofu og auk þess er heitur pottur við þá líka.

Eins og undanafarin ár þá gilda ákveðnar reglur um hunda á svæðinu sem verður að fara eftir. Hundarnir fá að vera inni á herbergjum í búrum en mega aldrei vera lausir, hvorki úti, né inni í húsunum og að sjálfsögðu þarf að þrífa eftir þá á svæðinu.

Settur hefur verið saman pakki fyrir þá sem gista í Ytri-Vík og verður heildarkostnaður 15.000 kr. pr/mann. Innifalið í því eru þrjár nætur með topp aðstöðu, hamborgaraveisla á föstudagskvöldið og villibráðaveisla á laugardagskvöldið, rútuferð í salinn þar sem villibráðaveislan verður ásamt leigu og þrifum á salnum.
Fyrir þá sem ekki gista á Ytri-Vík en vilja taka þátt í villibráðaveislunni kostar máltíðin á laugardagskvöldið 4.000.
Ekki hefur tekist að ná á Kaldaverksmiðjuna varðandi verð fyrir ferðina í bruggsmiðjuna og hvort þeir komi til með að styrkja prófið. Sett verður inn tilkynning um leið og svar berst varðandi hvort farið verði í skoðunarferðina og þá verðið á heimsókninni (skoðunarferð og rúta).

Skráning á viðburðinn:

Skráning í gistingu og villibráðaveisluna á laugardag fer fram rafrænt með því að senda póst á fuglahundadeildfhd@gmail.com. Bókunarfrestur rennur út á miðnætti 26. apríl og verður greiðsla að hafa borist til að bókunin teljist gild.

Verð fyrir mat og gistingu eru kr. 15.000.-
Verð fyrir villibráðaveislu á laugardagskvöldið eru kr. 4.000-.

Reikningsupplýsingar Fuglahundadeildar eru eftirfarandi:
Rknr: 536-04-761745
Kt: 670309-0290

Skráning í prófið:
Skráningin í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma, sem er alla virka daga frá kl.10-15. Einnig er hægt að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra á reikning félagsins. Munið að senda kvittun á hrfi@hrfi.is og gott væri að fá einnig á fuglahundadeildfhd@gmail.com
Sími skrifstofu er 588-5255

Reikningsupplýsingar HRFÍ eru eftirfarandi:
Rknr: 515-26-707729
Kt: 680481-0249

Þátttökugjald fyrir 1 dag er 4.800.- 2 daga er 7.400.- 3 daga er 10.100.-

Tiltaka verður prófnúmer sem er #501604, ættbókarnúmer hunds, nafn leiðanda, í hvaða flokk/a á að skrá og hvaða dag/a. Greiða verður um leið og skráning fer fram til að skráning sé gild.

Athugið að skráningarfrestur í prófið rennur út á miðnætti 27. apríl

Prófstjórar eru þeir Sigurður Ben Björnsson, Jón Garðar Þórarinsson og Dagfinnur Smári.
Fulltrúi HRFÍ er Egill Bergmann.

Nánari upplýsingar gefur: Sigurður Ben Björnsson í síma 660-1911

Þetta er viðburður sem enginn vill láta framhjá sér fara!


 
Dýrheimar