Fuglahundadeild mynd 6
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7572002

Saga standandi fuglahunda


Deila
Saga standandi fuglahunda

Rjúpnahundar eða standandi fuglahundar eiga sér nokkur hundruð ára sögu, en þeir hafa auðvitað mótast og breyst með þróun samfélgas manna og búskaparháttum.

Á enskri tungu eru áberandi tvö orð þegar fjallað er um rjúpnahunda, þ.e. setter og pointer. Nú eru margar skoðanir á uppruna hunda og orða, en skynsamleg skýring á þessum orðum til á lýsa eiginleikum hunda endurspeglast í því orðfari, "to set a bird" þ.e. að halda fugli og "to point a bird" að benda á fugl. Hundar sem höfðu þessa eiginleika að benda á fugla eða halda þeim voru í alda raðir notaðir til að veiða fugla til matar. Fyrir tíma skotvopnanna nýttust þessir setar og bendar til þess að finna fugla sem veiddir voru með því að draga net yfir fuglana.


Ljósmynd af málverki
Net er dregið á eftir fuglahundum. Aðalsmaðurinn gefur fyrirmæli sitjandi á hesti sínum.


Konungar og aðrir fyrirmenn sem veiddu sér til ánægju og notuðu þá fálka til að veiða þá bráð sem bendar og setar fundu. Þeir riðu þá um veiðilendurnar, létu hundana leita að bráðinni, sem þá voru ýmist, rjúpur, akurhænur eða kornhænur. Þegar hundarnir fundur bráðina og bentu á hana og héldu henni kyrri "to set a bird", þá slepptu þeir veiðifálka sínum sem hnitaði hringi og hækkaði sig hátt upp yfir veiðihundinn.

Þegar fálkinn hafði svo náð mikilli hæð, þá létu þeir hundana stökkva fram og reisa bráðina. Þegar fuglarnir svo tóku til vængjanna þá steypti fálkinn sér í átt að henni, sló hanna til jarðar og skellti sér svo á hana og hélt henni. Þá riðu konungarnir að fálkanum stigu af baki, færðu fálkanum dýrindis kjötbita en tóku bráðina.



Ljósmynd af málverki frá 1725
Hertoginn af Kingston á Englandi, á veiðum með pointera sína. Flugskýtteri yfir fuglahundum var og er sportveiði. Matar fyrir þurfandi, er aflað á annan hátt.


Þegar haglabyssan varð nothæf um 1550 breyttist fuglaveiði mjög mikið og það voru ekki einungis hefðarmenn sem áttu fálka sem gátu notað fuglahunda til veiða. Í dag er haglabyssa almenningseign og fjölmargir hafa ánægju af fuglaveiðum og vaxandi áhugi er á veiðum með hundum.

Veiðar með standandi fuglahundum – rjúpnahundum – byggir því á alda gamalli hefð og saga þessara hunda er nokkur hundurð ára gömul. Markviss ræktun veiðieiginleikanna og val hunda sem henta til misunandi veiða, sem og hafa mismunandi útlit, kristalliserast svo í hinum fjölmörgu hundakynum – tegundum sem við þekkjum í dag.

Flest hundakynanna, eins og þau eru skilgreind á okkar tímum, eiga sér þó ekki nema nokkurra tuga kynslóða sögu og mismunandi er hvar þau eru upprunnin og hver bakgrunnur þeirra er.

Rjúpnahundar eru, eins og rjúpnaveiðimenn, afar mismunandi

Fyrir marga rjúpnaveiðimenn er það rjúpnahundurinn og hans hæfni sem er mikilvægasti og áhugaverðasti þátturinn í veiðunum. Slakur rjúpnahundur getur skemmt veiðiferð algerlega, líkt og góður rjúpnahundur margfaldar gleðina og upplifunina af veiðunum og verður meginþáttur hverrar veiðiferðar.

Rjúpnahundar eru eins og rjúpnaveiðimenn afar mismunandi. Vísast er, að meiri munur er á einstökum hundum af sama hundakyni en sá munur sem raunverulega er í veiðihæfni milli fuglahundakynjanna. Útlitsmunurinn er þó alltaf mikill og sláandi. Auðvitað er einnig munur á hreyfingum og veiðilagi hunda af mismunandi hundakynum.

Forsenda þess að manni takist að ná árangri og hafa ánægju af veiðum með rjúpnahundi er sú, að maðurinn hafi hvorttveggja; ánægju af rjúpnaveiðum og því að eiga hund og umgangast hann og þjálfa. Maður verður að leggja sig fram um að skilja eiginleika og veiðilag hundsins og hvers má vænta af slíkum hundum. Þá fyrst þegar maður veit til hvers má ætlast af fuglahundinum og hvernig þeir hafa mismunandi veiðilag og þegar maður af áhuga einbeitir sér að því að skilja hvað hundurinn er að gera í veiðilendunni, þá getur maður farið að leiðbeina og móta hundinn til samvinnu og árangurs. Maður verður sjálfur að vera svolítill hundur í sér, því þannig getur rjúpnahundurinn manns skilið betur hvað maður vill og ætlast til.

Við þurfum að velja okkur hund sem hentar okkar lífsstíl og veiðiáhuga. Sumir veiða á opnum veiðilendum aðrir í óreglulegu og mishæðóttu landi og enn aðrir fyrst og fremst í kjarrlendi. Hundarnir okkar mótast af okkar veiðilagi og veiðilendum á fyrstu æviárum sínum og það er þá sem við verðum af alúð og áhuga að leggja okkur fram við að skilja og skynja hundinn og laða fram í honum þá hæfni sem hann hefur til að bera. Ef annar kann en hinn, ekki er útséð um árangurinn.

Í hvolpi kaupum við ákveðna eiginleika og hæfni til að þroska veiðifærni. Það er svo okkar að tryggja að meðfædd veiðifærnin þroskist og blómstri okkur til ánægju á veiðum, í daglegri umgengi sem og við æfingar og útiveru.

Margir veiðimenn hafa afar sterkar skoðanir á því hvað hundar eru "bestir". Þeir vilja bara vorsteh-hunda, seta eða pointera. Slík sannfæring breytir samt engu um það að staðreyndin er sú að góður rjúpnahundur veitir eiganda sínum ómælda ánægju.

Hundaeigendur eru almennt afar viðkvæmir og á stundum ríflega það, þegar fjallað er um útlit og eiginleika hunda af mismunandi hundakynum. Því er það, hér og nú, ekki ástæða til að lýsa einstökum hundakynum frekar, heldur vísað til upplýsinga á netinu varðandi slíkar upplýsingar.