Fuglahundadeild mynd 1
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7478536

Sýningar


Deila
Hundasýningar

Tilgangur hundasýninga er að dæma hunda út frá ræktunarmarkmiði hverrar tegundar. Þá er stuðst við ræktunarmarkmið sem gefið er út af alþjóðasamtökum hundaræktarfélaga FCI. Hundaræktarfélag Íslands er aðili að FCI og er því eini viðurkenndi aðilinn hér á landi sem getur gefið út viðurkenndar ættbækur hunda og haldið viðurkenndar hundasýningar. Ræktunarmarkmið FCI er eitt af lykil hjálpartækjum hundaræktenda. Í ræktunarmarkmiðinu koma fram sérkenni hverrar tegundar fyrir sig. Með því að fara með hund á hundasýningu fær ræktandi eða hundeigandi umsögn um hund sinn og hversu vel hann uppfyllir kröfur ræktunarmarkmiðsins. Gott er að kynna sér rækilega ræktunarmarkmið sinnar tegundar á heimasíðu FCI, sjá hér tegundarhóp 7.

Þegar halda skal á hundasýningu er mikilvægt að sýna hund sinn í sem bestu ásigkomulagi og jafnframt er mikilvægt að hundurinn sýni sínar bestu hliðar í sýningarhringnum. Til þess að auka líkurnar á því að hundur og sýnandi nái sem bestum árangri er gott að mæta á sýningarþjálfun þar sem farið er yfir helstu atriði er varða hundasýningar. Fuglahundadeild stendur reglulega fyrir sýningarþjálfun.