Fuglahundadeild mynd 7
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7478509

Gordon setter


Deila





Stærð: Rakki: 66 cm á
herðarkamb, tík 62 cm.

Litur: Gljáandi og kolsvartur, með gulbrúnum auðkennum sem eru:
Blettur yfir hvoru auga, á hliðum á trýni og framan á hálsi. Tveir blettir á bringu. Á framfótum neðan hnés og innanverðum afturfótum, lærum og í kringum endaþarm.
Mjög litlir hvítir blettir á bringu leyfilegir.

Gordon setinn er eini fuglahundurinn sem á rætur sínar að rekja til
Skotlands. Hann dregur nafn sitt af hertoganum Alexander Gordon sem
ræktaði þetta kyn og voru hundarnir rómaðir fyrir yfirburði sína í vinnu
og fegurð.

Gordon setinn er stærstur og sterkastur í hópi setanna. Hann er
úthaldsgóður, vinnur skipulega, er mjög duglegur og harðfylginn við
veiðar, jafnvel við erfiðar aðstæður. Hann er námfús og hlýðinn og mjög
blíður og trúr “fjölskyldu” sinni.
Gordon setinn er tignarlegur og samsvarar sér vel. Hann er skynsamur,
dugandi og virðulegur, en jafnframt blíðlyndur og góður fjölskylduog
heimilishundur.

Nánari upplýsingar um tegundina og væntanleg got gefur tengiliður
HRFÍ. Guðrún Jónsdóttir callas@simnet.is    565 3656/698 5658