28.8.2024
Vetplus gefur vegleg verðlaun í Áfangafellsprófið 20-22. september.
Vetplus mun gefa verðlaun fyrir besta unghund og besta hund í opnum flokki í Alhliðaprófi og í Heiðarprófii, laugardag og sunnudag.
Bestu hundar í hverjum flokki munum fá í verðlaun frá Vetplus Vetsalve og COMPLIVIT® kaloríu- og næringarríkt pasta til notkunar við margvíslegar klínískar aðstæður:
Sjá nánari útlistun á verðlaunum hér fyrir neðan í skjalinu.
|
27.8.2024
Platinum gefur vegleg verðlaun í Áfangafellsprófið 20-22. september.
Platinum mun gefa verðlaun fyrir besta unghund og besta hund í opnum flokki í Alhiðprófi og í Heiðaprófi, föstudag og laugardag. Allir hundar með 1.einkunn fá verðlaun og þátttakendur fá þátttökuverðlaun.
Platinum mun einnig gefa verðlaun fyrir 1.sæti í keppnisflokki á sunnudag.
Bestu hundar í hverjum flokki munum fá í verðlaun Platinum 5kg þurrfóður og 2 Menu 375g blautmats fernur.
Sjá nánari útlistun á verðlaunum hér fyrir neðan í skjalinu.
|
26.8.2024
Veiðipróf Fuglahundadeildar, Áfangafellsprófið, verður haldið 20-22. september. Prófið verður haldið á Auðkúluheiði.
Þrír dómarar dæma prófið. Þeir eru Unnur Unnsteinsdóttir, Einar Kaldi Örn Rafnsson og Kalle Stolt. Þeir hundar í UF og OF sem eru skráðir í alhliðapróf (fullkombinert) og ná einkunn á fjalli fara í sækihlutann í beinu framhaldi sama dag. Þar sem prófað verður bæði í alhliðaprófi og heiðapróf mun það hafa áhrif á hópaskiptingar.
Fulltrúar HRFÍ verða Unnur Unnsteinsdóttir og Einar Kaldi Örn Rafnsson. Prófið verður sett alla dagana á Blönduósi kl 9:00
|
14.8.2024
Veiðinámskeið fyrir fuglahunda, frábært tækifæri til leggja grunn að góðum veiðihundi.Síðustu forvöð að skrá sig á fuglahundanámskeið sem hefst 19. ágúst hjá Alberti. Frábær upphitun fyrir veiðina í haust!
Helstu efnistök: Farið yfir stöðugleika í sitja og liggja, hælgöngu í móa og skotstöðugleiki. Inkall á flautu og flautustopp. Farið með hunda í fuglavinnu og unnið með stöðugleika við fugl og leit í móa. Hundi kennt að vera rólegur við uppflug og skot.
Grunnur lagður í að sækja og skila.
Fyrir alla fuglahunda frá 10 mánaða aldri. Hundur þarf að vera búinn með hvolpanámskeið.
Fjöldi skipta: 6 Tímalengd: 120 mín Staðsetning: Upplýsingar koma frá þjálfara
Þjálfari: Albert Steingrímsson Sjá nánar um skráningu á link hér fyrir neðan:
|
14.8.2024
Korthals griffon hvolpar fæddir 21.júní. Korthals griffon verða um 22-32 kg og eru með stríhærðan feld, þeir eru reittir og best er að reita þá 2 á ári. Þetta eru eðalhundar í skotveiðina, sækja bæði og benda, hafa gaman af allri útivist, vinnu og hreyfingu. Þeir eru frábærir fjölskylduhundar, ljúfir og góðir og sé þeim sinnt með temmilegri hreyfingu þá fer mjög lítið fyrir þeim innandyra.
Foreldrarnir Rex og Dóra eru bæði innflutt frá Bretlandi. Dóra er stór og öflug tík sem hefur fengið góða dóma í sýningarhringnum. Rex hefur einnig fengið flotta dóma á sýningum HRFÍ. Rex hefur tekið þátt í fjölda sækiprófa með mjög góðum árangri. Hann hefur að auki tekið þátt í alls 8 heiðarprófum fyrir meginlandshunda og hlotið einkunn í þeim öllum! Hann fékk tilnefningu: Stigahæsti hundur í Heiðarprófum Meginlandshunda fyrir árið 2023!
Rex var fyrsti hundur Íslands til að þreyta ákveðið sækipróf af erfiðleikastigi sem aldrei hefur verið sett upp í prófi hérlendis. Lýsing fengin frá Fuglahundadeild HRFÍ: Þetta var sögulegur dagur því í fyrsta skipti hèrlendis var skráður hundur í Elítuflokk sem þurfti að leysa þrautir eftir erfiðleikastuðli 3 skv meginlandsreglum (þyngsta stigið). -Í fyrsta skipti var lagður ferningur (50x50m ferningslaga svæði með fjórum mismunandi bráðum á og þar af eitt rándýr (minkur), leiðandi stendur à ákveðnum stað á meðan hundur sækir innan fernings. -Vatnavinnan fór þannig fram að hundur var sendur í blinda 50m sókn í vatn (farið var með fugl út á bát og hann skilinn eftir í vatninu, hundur sá ekki kast og ekki var skotið) þegar hundur er á leið í land með fyrsta fugl er skotið og öðrum fugli kastað til hliðar við hundinn en hundur þarf að klára fyrstu sóknina áður en lagt er af stað í seinni sóknina. -Sporið var 300m langt og bráðin þarf að vera 3,5-7kg. Watereaton Engel/Rex leysti þetta allt saman af stakri snilld og skilaði risastórri grágæs ca 4,5Kg úr þessu 300m langa spori, gæsin var einnig ein af 4 bráðum í ferningnum.
Hvolparnir afhentast frá 16. ágúst ættbókarfærðir hjá HRFÍ, heilsufarsskoðaðir (bólusettir, örmerktir, ormahreinsaðir) og þeim fylgir flottur hvolpapakki frá Bendi. Áhugasömum er bent á að hafa samband hér í skilaboðum gegnum Facebook á síðunni: Iceglow - Korthals griffon með helstu upplýsingum um hagi eða í síma 844-4105/ Katla eða 895-5457/Gunnar
|
22.7.2024
Árangur á sækiprófi FHD 20-21. Júlí FHD þakkar öllum þátttakendum , starfsmönnum og styrktaraðilum Vetplus og Platinum fyrir frábærlega vel heppnaða helgi.
Árangur á sækiprófi FHD 20. Júlí Frábær dagur í blíðskapar veðri og góður árangur náðist á marga hunda.
Þetta var sögulegur dagur því í fyrsta skipti hérlendis var skráður hundur í elítuflokk sem þurfti að leysa þrautir eftir erfiðleikastuðli 3 skv meginlandsreglum.
Því var í fyrsta skipti lagður ferningur (50x50m ferningslaga svæði með fjórum mismunandi bráðum á og þar af eitt rándýr (minkur í dag), leiðandi stendur á ákveðnum stað á meðan hundur sækir innan fernings.
Vatnavinnan fór þannig fram að hundur var sendur í blinda 50m sókn í vatn (hundur sá ekki kast og ekki var skotið) þegar hundur er á leið í land með fyrsta fugl er skotið og öðrum fugli kastað til hliðar við hundinn en hundur þarf að klára fystu sóknina áður en lagt er af stað í seinni sóknina.
Sporið er 300m langt og bráðin þarf að vera 3,5-7kg.
Watereagons Engel/Rex leysti þetta allt saman af stakri snilld og skilaði risa stórri grágæs ca 4,5Kg úr þessu 300m langa spori, gæsin var einnig ein af 4 bráðum í ferningnum.
|
18.7.2024
Prófið verður sett stundvíslega kl.9:00 við afleggjarann að Vigdísarvöllum. Keyrt er eftir Krýsuvíkurvegi í átt að Kleifarvatni þar til komið er að afleggjaranum að Vigdísarvöllum (sjá mynd).
Minni á að taka bráð með í prófið. Í norsku prófi er heimilt að nota dummy þakið vængjum í vatnavinnu en bráð (fersk, þídd eða frosin í aðrar þrautir). Í sænsku prófi þarf að nota þiðna bráð í allar þrautir (spor og vatn).
|
17.7.2024
Þátttökulisti fyrir sóknarpróf FHD 20.-21.júlí 2024 sjá hér neðar í skjalinu
Platinum gefur vegleg verðlaun í sækiprófið 20-21, júlí.Platinum mun gefa verðlaun fyrir besta unghund, besta hund í byrjendaflokki, besta hund í opnum flokki og besta hund í Elítu flokki laugardag og sunnudag. Allir hundar með 1.einkunn fá verðlaun og þátttakendur fá þátttökuverðlaun.Bestu hundar í hverjum flokki munum fá í verðlaun Platinum 5kg þurrfóður og 2 Menu 375g blautmats fernur.Sjá nánari útlistun á verðlaunum hér fyrir neðan í skjalinu.
|
13.7.2024
Vetplus gefur vegleg verðlaun í sækiprófið 20-21, júlí.
Vetplus mun gefa verðlaun fyrir besta unghund, besta hund í byrjendaflokki, besta hund í opnum flokki og besta hund í Elítu flokki laugardag og sunnudag.
Bestu hundar í hverjum flokki munum fá í verðlaun frá Vetplus Vetsalve og Coatex.
Sjá nánari útlistun á verðlaunum hér fyrir neðan í skjalinu.
|
13.7.2024
Platinum gefur vegleg verðlaun í sækiprófið 20-21, júlí.
Platinum mun gefa verðlaun fyrir besta unghund, besta hund í byrjendaflokki, besta hund í opnum flokki og besta hund í Elítu flokki laugardag og sunnudag. Allir hundar með 1.einkunn fá verðlaun og þátttakendur fá þátttökuverðlaun.
Bestu hundar í hverjum flokki munum fá í verðlaun Platinum 5kg þurrfóður og 2 Menu 375g blautmats fernur.
Sjá nánari útlistun á verðlaunum hér fyrir neðan í skjalinu.
|
9.7.2024
Skráning er hafin í sækipróf Fuglahundadeildar sem fram fer dagana 20.-21. júlí n.k. þar sem boðið verður upp á UF, OF og EL báða daga. Þátttakendum stendur til boða að taka þátt í sækiprófi samkvæmt norskum reglum eða eftir sænskum reglum fyrir meginlandshunda.
|
|