Fuglahundadeild mynd 1
Leita á vefsíðu

Póstlisti




Á döfinni

Meira...


Heimsóknir: 7571552

Weimaraner


Deila






Heimaland: Þýskaland.

Stærð: Rakki 61-69 cm á herðakamb, tík 56-64 cm.
Litur: Frá gráu yfir í músarbrúnan. Liturinn ljósari á höfði og eyrum.
Stundum er dökk rák eftir hryggnum

Önnur nöfn: Silfri, Weimarhundur, Grey Ghost.
Weimaraner var fyrst ræktaður við hirðina Weimar í Þýsaklandi
um 1900. Upp úr 1950 varð hann mjög vinsæll í Bandaríkjunum
og Bretlandi.

Weimaraner er stór gráleitur hundur. Sérkennilegt og tignarlegt
útlit hans hefur heillað fólk um árabil. Hann er alhliða veiðihundur
og jafnframt ágætur fjölskylduhundur sem unir sér vel heima við.
 
Weimaraner er skarpgreindur og er oft líkt við þýska fjárhundinn
hvað greind varðar. Það er mjög auðvelt að kenna honum,
hann er hlýðinn, hefur mikla persónutöfra og er einstaklega húsbóndahollur.
 
Hann var upphaflega stórveiðahundur á hjartar- og villisvínaveiðum.
Þá var algengt að veiðimenn væru á hestum og er Weimaraner
því vanur að vinna með veiðimanninum og í nálægð við
hann. Í dag er hann ræktaður sem alhliða veiðihundur sem bendir
á fugl og sækir eftir skot á landi eða í vatni.

Weimaraner hentar vel hvort sem er í rjúpna-, gæsa-, anda-, minka- eða refaveiði. Hann er vinnuglaður og hefur reynst vel sem vinnuhundur og talsvert notaður sem sporleitarhundur erlendis.

Nánari upplýsingar um tegundina og væntanleg got gefur tengiliður
HRFÍ. Kristín Jónasdóttir thr@isholf.is    895-0484     564-2628